Úrval - 01.02.1970, Page 101

Úrval - 01.02.1970, Page 101
DVERGKA FBÁTARNIR 99 leikar juku aðeins á ákveðinn vilja þeirra til þess að halda áfram al- veg hiklaust að lokamarkinu. Eng- inn sagði orð, er Cameron fyrir- skipaði, að hækka skyldi kafbát- inn í sjónum alveg upp undir yfir- borð, svo að hægt væri að nota hringsjána. Hann hafði komið auga á eftirlitsbát og ferju með hvítan reykháf, þegar hann hafði síðast haft tækifæri til þess að nota hring- sjána. Og nú vildi hann sjá, hver staða eftirlitsbátsins og ferjunnar væri. En hann gat ekki séð neitt annað en græna móðu, þegar hann lyfti hringsjánni upp. Hann var að- eins að horfa á sjó að undanskildu örlitlu gati efst til vinstri. Það hafði komizt sjór inn í hringsjána enn á ný. „Niður á 60 feta dýpi,“ fyrirskip- aði Cameron. Nú varð grafarþögn. Mennirnir fylgdust með honum, vondaufir á svip, er hann tók sjónglershlutann úr hringsjánni, þurrkaði hann vand- lega og setti hann í aftur. Þeir höfðu ekki síður áhuga á því en hann sjálfur, að föfrin heppnaðist. Nú nálguðust þeir netið á 30 feta dýpi, og þá heyrðu þeir skyndilega skips- skrúfur snúast rétt fyrir ofan kaf- bátinn. Þegar skipið hafði siglt yfir þá, flýttu þeir sér að hækka kaf- bátinn upp í hringsjárdýpi. Sjón- glerið í henni var skýrt nægilega lengi til bess, að þeir gátu komið auga á skut togara. Hann stefndi beint á kafbátanetið. Og það gat aðeins merkt eitt, þ. e. skipahliðið á netinu hafði verið opnað, svo að togarinn kæmist í gegn. „Við gætum stolizt inn fyrir al- veg í kjölfar togarans,“ sagði Ca- meron hugsandi. En reyndu þeir að sigla undir yfirborði, yrðu þeir of seinir í ferð- um og sæju ekki nægilega vel, hvert þeir stefndu. Þá yrði búið að loka hliðinu, áður en þeir kæmust að því. Cameron tók fífldirfskulega ákvörðun. „Upp á yfirborðið!" hrópaði hann. „Á fulla ferð með dieselvélinni.“ Kendall beið í „Fyllingar- og tæmingarklefanum“ eftir skipunum um að yfirgefa kafbátinn og halda í áttina að kafbátavarnarnetinu. Hann gat varla trúað sínum eigin eyrum. Innan nokkurra mínútna hafði X-6 náð togaranum og sigldi svo fast í kjölfar hans, að öldur kjölfars togarans skoluðust yfir flatt þilfar dvergkafbátsins og huldu hann þannig að nokkru leyti sýn- um. Það var ótrúlegt, að hvorki áhöfn togarans né mennirnir, sem voru á verði við hliðslárnar, tóku eftir dvergkafbátnum. „Hvílík heppni!“ sagði Ken- dall. „Þeir hljóta annaðhvort að vera drukknir eða blindir." Þeim hafði tekizt það. X-6 var nú kominn inn í Káfjörð, og hið risa- vaxna örrustuskip Tirpitz lá við akkeri í tæpra þriggja mílna fjar- lægð. HIÐ RETTA SVAR Cameron vildi athuga, hvort hægt væri að gera við hringsjána, áður en þeir reyndu að komast í gegn- um síðustu hindrunina, tundur- skeytavarnarnetin umhverfis Tir- pitz.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.