Úrval - 01.02.1970, Page 101
DVERGKA FBÁTARNIR
99
leikar juku aðeins á ákveðinn vilja
þeirra til þess að halda áfram al-
veg hiklaust að lokamarkinu. Eng-
inn sagði orð, er Cameron fyrir-
skipaði, að hækka skyldi kafbát-
inn í sjónum alveg upp undir yfir-
borð, svo að hægt væri að nota
hringsjána. Hann hafði komið auga
á eftirlitsbát og ferju með hvítan
reykháf, þegar hann hafði síðast
haft tækifæri til þess að nota hring-
sjána. Og nú vildi hann sjá, hver
staða eftirlitsbátsins og ferjunnar
væri. En hann gat ekki séð neitt
annað en græna móðu, þegar hann
lyfti hringsjánni upp. Hann var að-
eins að horfa á sjó að undanskildu
örlitlu gati efst til vinstri. Það hafði
komizt sjór inn í hringsjána enn á
ný.
„Niður á 60 feta dýpi,“ fyrirskip-
aði Cameron.
Nú varð grafarþögn. Mennirnir
fylgdust með honum, vondaufir á
svip, er hann tók sjónglershlutann
úr hringsjánni, þurrkaði hann vand-
lega og setti hann í aftur. Þeir höfðu
ekki síður áhuga á því en hann
sjálfur, að föfrin heppnaðist. Nú
nálguðust þeir netið á 30 feta dýpi,
og þá heyrðu þeir skyndilega skips-
skrúfur snúast rétt fyrir ofan kaf-
bátinn. Þegar skipið hafði siglt yfir
þá, flýttu þeir sér að hækka kaf-
bátinn upp í hringsjárdýpi. Sjón-
glerið í henni var skýrt nægilega
lengi til bess, að þeir gátu komið
auga á skut togara. Hann stefndi
beint á kafbátanetið. Og það gat
aðeins merkt eitt, þ. e. skipahliðið
á netinu hafði verið opnað, svo að
togarinn kæmist í gegn.
„Við gætum stolizt inn fyrir al-
veg í kjölfar togarans,“ sagði Ca-
meron hugsandi.
En reyndu þeir að sigla undir
yfirborði, yrðu þeir of seinir í ferð-
um og sæju ekki nægilega vel, hvert
þeir stefndu. Þá yrði búið að loka
hliðinu, áður en þeir kæmust að
því.
Cameron tók fífldirfskulega
ákvörðun. „Upp á yfirborðið!"
hrópaði hann. „Á fulla ferð með
dieselvélinni.“
Kendall beið í „Fyllingar- og
tæmingarklefanum“ eftir skipunum
um að yfirgefa kafbátinn og halda
í áttina að kafbátavarnarnetinu.
Hann gat varla trúað sínum eigin
eyrum. Innan nokkurra mínútna
hafði X-6 náð togaranum og sigldi
svo fast í kjölfar hans, að öldur
kjölfars togarans skoluðust yfir flatt
þilfar dvergkafbátsins og huldu
hann þannig að nokkru leyti sýn-
um. Það var ótrúlegt, að hvorki
áhöfn togarans né mennirnir, sem
voru á verði við hliðslárnar, tóku
eftir dvergkafbátnum.
„Hvílík heppni!“ sagði Ken-
dall. „Þeir hljóta annaðhvort að
vera drukknir eða blindir."
Þeim hafði tekizt það. X-6 var nú
kominn inn í Káfjörð, og hið risa-
vaxna örrustuskip Tirpitz lá við
akkeri í tæpra þriggja mílna fjar-
lægð.
HIÐ RETTA SVAR
Cameron vildi athuga, hvort hægt
væri að gera við hringsjána, áður
en þeir reyndu að komast í gegn-
um síðustu hindrunina, tundur-
skeytavarnarnetin umhverfis Tir-
pitz.