Úrval - 01.02.1970, Síða 106

Úrval - 01.02.1970, Síða 106
104 ÚRVAL um 180 metrum frá bakborða Tir- pitz. Þeir flýttu sér að halda aftur á bak á fullri ferð niður á nokkuð dýpi og veltu því ákaft fyrir sér, hvort Þjóðverjar hlytu nú ekki að hafa orðið varir við þá. SÆRÐUR HVALUR Jú, í þetta sinn hafði raunveru- lega sézt til þeirra. Það gerði undir- liðsforingi á Tirpitz. „Halló,“ hróp- aði hann til vinar síns, sem var á verði á næsta þilfari fyrir neðan. „Það skauzt eitthvað langt og svart þarna upp úr sjónum alveg rétt í þessu. Það leit út eins og kafbátur!" Þetta var nákvæmlega klukkan 07.OV, aðeins tveim mínútum eftir að X-6 hafði komizt inn á sjálft skipalægið. „Þig er að dreyma," hrópaði vin- ur hans á móti. „Hvernig i ósköp- unum ætti kafbátur að geta kom- izt inn í þetta „netbúr“ okkar?“ Undirliðsforinginn skeytti ekkert frekar um þetta. Áhöfnin á Tirpitz, sem var 2500 talsins, hafði eytt níu löngum mánuðum inni í Káfirði. Og allan þennan langa tíma höfðu þeir verið æfðir og prófaðir ótal sinnum til þess að sannprófa ár- vekni þeirra gagnvart hugsanleg- um skemmdarverkamönnum. Heinz Assmann höfuðsmaður, sem var næstur á eftir Hans Meyer höfuðs- manni að tign, en sá var æðsti yfir- maður skipsins. hafði verið allt að því ofstækisfullur í þeirri ákveðni sinni að búa áhöfnina undir allar hugsanlegar aðstæður og óvæntar aðgerðir. Hann hafði skipað köfur- um að kafa með leynd undir skips- skrokkinn og lemja með bareflum á hann. Hann hafði jafnvel látið draga mannbrúðu í froskköfunar- búningi að skipinu að næturlagi. Og mennirnir, sem voru á verði hverju sinni, höfðu alltaf tekið eft- ir öllu þessu og gefið tafarlaust að- vörunarmerki. En það hafði ætíð reynzt ástæðulaust. Það hafði ver- ið um svo mörg gabbaðvörunar- merki að ræða á öllum mögulegum tímum dags og nætur, að félagar varðmannanna, sem merkin gáfu, voru farnir að hæðast að þeim, þegar slíkt gerðist. Það var því engin furða, að undirliðsforinginn léti vantrú vinar síns hafa slík áhrif á sig, að hann vísaði þessari hug- dettu sinni á bug, Hvers vegha skyldi hann þurfa að gerast skot- spónn félaga sinna? Skipverjar á X-6 gátu ekki trú- að sínum eigin eyrum, þegar þeir heyrðu enn engin hljóð berast frá Tirpitz, eftir að þeir höfðu beðið stundarkorn á nokkru dýpi. Came- ron beið enn um hríð. Það komst ekkert annað að í huga hans en risaskipsskrokkurinn uppi yfir þeim. Hann var mjög hugsandi á svipinn, líkt og hann botnaði ekki neitt í neinu. Áreksturinn við klett- inn hafði eyðilagt áttayitana, svo að hann hafði ekki hugmynd um, í hvaða átt kafbáturinn sneri. Kaf- báturinn var reyndar vart fær um annað lengur en það eitt að halda sig neðansjávar. Þegar klukkan var orðin 07.09 og ekkert aðvörunar- merki hafði enn verið gefið, skip- aði hann svo fyrir, að vélarnar skyldu settar í gang. Svo þegar báturinn var á hálfri ferð á 70 feta dýpi, tók Cameron ákveðna stefnu,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.