Úrval - 01.02.1970, Qupperneq 109
DVERGKAFBÁTARNIR
107
förum við upp á yfirborðið og
sökkvum X-6.“
FERSKT LOFT
Cameron leit á úrið sitt. Klukkan
var 07.22. Hann sleppti tundur-
sprengjunum, sem höfðu áður ver-
ið stilltar þannig, að þær spryngju,
einni klukkustund eftir að þeim var
sleppt. Þær ýttust burt frá skrokk
X-6, vögguðu svolítið til, en þyrl-
uðu ekki upp mikilli botnleðju, er
þær stönzuðu beint niður undan kili
Tirpitz.
Cameron vissi það ekki, að nokkr-
um mínútum áður, þ. e. klukkan
07.10, höfðu skipverjar á X-7 einnig
stillt sínar sprengjur á einnar
stundar kveikitíma og voru einmitt
nú að losa sig við þær undir Tir-
pitz. En Cameron átti þá ósk heit-
asta að komast burt frá Tirpitz sem
allra fyrst, jafnvel þótt hann vissi
ekki um nærveru X-7. Hann vissi,
að tundursprengjan, sem geymd
hafði verið utan á bakborða og var
með bilaðan kveikiútbúnað, gat
sprungið eftir eina klukkustund,
eins og hún hafði verið stillt á, en
að hún gat einnig sprungið eftir að-
eins fimm mínútur
Tíminn hafði aldrei gegnt eins
óskaplega þýðingarmiklu hlutverki
í lífi þeirra og núna. En það var
margt, sem þeir urðu að fram-
kvæma, áður en þeir gætu farið upp
á yfirborðið, yfirgefið X-6 og sökkt
honum. Þeir urðu að brenna alls
konar kort og uppdrætti og leyni-
leg skjöl og plögg og eyðileggja
ýmsan sérstakan tækjaútbúnað.
Þetta var lífsnauðsynlegt, því að
hefði mönnunum á X-5 og X-7 þeg-
ar tekizt að losa sig við tundur-
sprengjur sínar og væru þeir nú á
leið til móðurkafbáta sinna, þá
gætu Þjóðverjar króað þá af vegna
upplýsinganna, sem þessir upp-
drættir og plögg veittu þeim.
Þeir unnu af geysilegu kappi við
þetta eyðileggingarstarf sitt, en
reykurinn af brennandi skjölunum
jók á ofsahitann og fýluna í klef-
um þeirra. Mennirnir þráðu að
komast upp á yfirborðið og anda
að sér raunverulegu lofti á nýjan
leik, jafnvel þótt slíkt hefði það í
för með sér, að þeir yrðu skotnir
til bana.
„Jæja, nú förum við upp á yfir-
borðið og opnum sjóventlana," sagði
Cameron. Svo sneri hann sér að
Lorimer og bætti við: „John, settu
vélina í aftur á bak, um leið og
við yfirgefum bátinn, og stilltu
vatnsuggana á köfun.“
Nokkrum minútum áður en Ca-
meron ákvað að fara upp á yfir-
borðið, setti hópur sjóliða undir
stjórn Herberts Leine liðsforingja
vélbát á flot og biðu nú í honum,
vopnaðir rifflum og handsprengj-
um, reiðubúnir að nota tækifærið
til að festa köðlum í kafbátinn, er
hann kæmi upp á yfirborðið, og
leggja af stað með hann í eftir-
dragi. Og svo skauzt X-6 skyndi-
lega upp fyrir yfirborð sjávarins í
um 40 metra fjarlægð, líkt og gos-
hver í fullum gangi.
Þjóðverjar byrjuðu að láta riffil-
kúlunum rigna yfir X-6, en þegar
þeir sáu lúguna opnast, hættu þeir
tafarlaust skothríðinni í þeirri von,
að þeim tækist að handsama bæði
bátinn og áhöfnina. Goddard varð