Úrval - 01.02.1970, Qupperneq 109

Úrval - 01.02.1970, Qupperneq 109
DVERGKAFBÁTARNIR 107 förum við upp á yfirborðið og sökkvum X-6.“ FERSKT LOFT Cameron leit á úrið sitt. Klukkan var 07.22. Hann sleppti tundur- sprengjunum, sem höfðu áður ver- ið stilltar þannig, að þær spryngju, einni klukkustund eftir að þeim var sleppt. Þær ýttust burt frá skrokk X-6, vögguðu svolítið til, en þyrl- uðu ekki upp mikilli botnleðju, er þær stönzuðu beint niður undan kili Tirpitz. Cameron vissi það ekki, að nokkr- um mínútum áður, þ. e. klukkan 07.10, höfðu skipverjar á X-7 einnig stillt sínar sprengjur á einnar stundar kveikitíma og voru einmitt nú að losa sig við þær undir Tir- pitz. En Cameron átti þá ósk heit- asta að komast burt frá Tirpitz sem allra fyrst, jafnvel þótt hann vissi ekki um nærveru X-7. Hann vissi, að tundursprengjan, sem geymd hafði verið utan á bakborða og var með bilaðan kveikiútbúnað, gat sprungið eftir eina klukkustund, eins og hún hafði verið stillt á, en að hún gat einnig sprungið eftir að- eins fimm mínútur Tíminn hafði aldrei gegnt eins óskaplega þýðingarmiklu hlutverki í lífi þeirra og núna. En það var margt, sem þeir urðu að fram- kvæma, áður en þeir gætu farið upp á yfirborðið, yfirgefið X-6 og sökkt honum. Þeir urðu að brenna alls konar kort og uppdrætti og leyni- leg skjöl og plögg og eyðileggja ýmsan sérstakan tækjaútbúnað. Þetta var lífsnauðsynlegt, því að hefði mönnunum á X-5 og X-7 þeg- ar tekizt að losa sig við tundur- sprengjur sínar og væru þeir nú á leið til móðurkafbáta sinna, þá gætu Þjóðverjar króað þá af vegna upplýsinganna, sem þessir upp- drættir og plögg veittu þeim. Þeir unnu af geysilegu kappi við þetta eyðileggingarstarf sitt, en reykurinn af brennandi skjölunum jók á ofsahitann og fýluna í klef- um þeirra. Mennirnir þráðu að komast upp á yfirborðið og anda að sér raunverulegu lofti á nýjan leik, jafnvel þótt slíkt hefði það í för með sér, að þeir yrðu skotnir til bana. „Jæja, nú förum við upp á yfir- borðið og opnum sjóventlana," sagði Cameron. Svo sneri hann sér að Lorimer og bætti við: „John, settu vélina í aftur á bak, um leið og við yfirgefum bátinn, og stilltu vatnsuggana á köfun.“ Nokkrum minútum áður en Ca- meron ákvað að fara upp á yfir- borðið, setti hópur sjóliða undir stjórn Herberts Leine liðsforingja vélbát á flot og biðu nú í honum, vopnaðir rifflum og handsprengj- um, reiðubúnir að nota tækifærið til að festa köðlum í kafbátinn, er hann kæmi upp á yfirborðið, og leggja af stað með hann í eftir- dragi. Og svo skauzt X-6 skyndi- lega upp fyrir yfirborð sjávarins í um 40 metra fjarlægð, líkt og gos- hver í fullum gangi. Þjóðverjar byrjuðu að láta riffil- kúlunum rigna yfir X-6, en þegar þeir sáu lúguna opnast, hættu þeir tafarlaust skothríðinni í þeirri von, að þeim tækist að handsama bæði bátinn og áhöfnina. Goddard varð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.