Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 115
DVERGKA FBÁTARNIK
113
og þeir hinír voru sannfærðir um,
að dagar þeirra væru þegar taldir.
Einmitt í sama mund kom Oskar
Kummetz aðmíráll um borð. Hann
var eins og talandi tákn um trölla-
trú þýzku flotamálastjórnarinnar á
algeru öryggi Káfjarðar, því að
hann var í reiðbuxum og reiðstíg-
vélum og hélt á svipu í hendinni.
Hann hafði verið i sinni venjulegu
morgunferð, þegar hann hafði heyrt
sprengingarnar, og hafði þá hleypt
hestinum allt hvað af tók til skips-
ins. Á leið sinni upp í brúna stanz-
aði hann hjá skeg'gjuðu föngunum
og ræddi við liðsforingjann, sem
stjórnaði riffilsveitinni. Liðsforing-
inn stakk skammbyssunni í byssu-
hylkið, um leið og aðmírállinn fór
burt, og því álitu fangarnir rang-
lega, að aðmírárrinn hefði gefið
þveröfuga skipun við liðsforingj-
ann og skipað svo fyrir, að þeir
skyldu ekki skotnir.
Spurningin, sem var efst í hug
Bretanna, var um afdrif hinna
dvergkafbátanna. Svarið barst þeim
næstum tafarlaust, þegar X-7 skaut
upp á yfirborðið á næstum alveg
sama stað og áður og öllum tii
mikillar furðu, þ. e. rétt hjá stefn-
inu stjórnborðsmegin, en fyrir ut-
an tundurskeytagirðinguna. Þrýst-
ingurinn af sprengingunni hafði los-
að kafbátinn úr viðjum netsins. En
hann var svo skemmdur, að Place
hafði ákveðið, að hann skyldi yfir-
gefinn og honum sökkt.
Place birtist nú í lúguopinu í
stígvélum og síðum nærfötum ein-
um klæða, veifandi hvítu kafbáts-
peysun:ni sinni til merkis um upp-
gjöf. Hann lét sig falla heilan á
húfi niður í sjóinn, án þess að nokk-
ur af skammbyssu- og riffilkúlun-
um úr skotvopnum skipsmanna
hefði hæft hann. En X-7 var svo
mikið skemmdur, að hann sökk aft-
ur, áður en hinum mönnunum þrem
tækist að skríða út um lúguopið.
Place var sóttur á þýzkum léttbát
og farið með hann um borð í Tir-
pitz. Cameron og menn hans heils-
uðu honum, þegar hann birtist þar,
rennvotur og slgálíandi.
Þá skaut X-5 upp á yfirborðið í
um 450 metra fjarlægð. Kannske
var því eins farið með harm og X-7,
að hann hefði skemmzt svo í spreng-
ingunni, að mennirnir hefðu orðið
að yfirgefa hann og sökkva honum.
En sannleikurinn í málinu mun
aldrei vitnazt, því að fallbyssur Tir-
pitz náðu til þess staðar, sem X-5
hafði komið upp á. Og fallbyssu-
kúlurnar tættu hann í sundur og
sprengdu hann í loft upp frammi
fyrir augum fanganna fimm. Þrem
tímum eftir að Place hafði verið
tekinn upp í léttbátinn, var Bob
Aitken, kafarinn á X-7, tekinn upp
í sama bát. Honum hafði tekizt að
brjótast út úr kafbátnum, eftir að
hann lagðist til hvíldar á hafsbotn-
inum.
Farið var með brezku fangana
sex inn í klefa á Tirpitz og þeir
látnir dvelja í þeim yfir nóttina.
Næsta dag voru þeir fluttir út í
þýzkan tundurskeytabát og voru
þannig lagðir af stað í hina löngu
ferð sína til Þýzkalands, en þar
áttu þeir eftir að eyða öllum síðari
stríðsárunum í fangabúðum. Þeir
litu til baka og virtu Tirpitz fyrir
sér í síðasta sinn, er þeir héldu út