Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 115

Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 115
DVERGKA FBÁTARNIK 113 og þeir hinír voru sannfærðir um, að dagar þeirra væru þegar taldir. Einmitt í sama mund kom Oskar Kummetz aðmíráll um borð. Hann var eins og talandi tákn um trölla- trú þýzku flotamálastjórnarinnar á algeru öryggi Káfjarðar, því að hann var í reiðbuxum og reiðstíg- vélum og hélt á svipu í hendinni. Hann hafði verið i sinni venjulegu morgunferð, þegar hann hafði heyrt sprengingarnar, og hafði þá hleypt hestinum allt hvað af tók til skips- ins. Á leið sinni upp í brúna stanz- aði hann hjá skeg'gjuðu föngunum og ræddi við liðsforingjann, sem stjórnaði riffilsveitinni. Liðsforing- inn stakk skammbyssunni í byssu- hylkið, um leið og aðmírállinn fór burt, og því álitu fangarnir rang- lega, að aðmírárrinn hefði gefið þveröfuga skipun við liðsforingj- ann og skipað svo fyrir, að þeir skyldu ekki skotnir. Spurningin, sem var efst í hug Bretanna, var um afdrif hinna dvergkafbátanna. Svarið barst þeim næstum tafarlaust, þegar X-7 skaut upp á yfirborðið á næstum alveg sama stað og áður og öllum tii mikillar furðu, þ. e. rétt hjá stefn- inu stjórnborðsmegin, en fyrir ut- an tundurskeytagirðinguna. Þrýst- ingurinn af sprengingunni hafði los- að kafbátinn úr viðjum netsins. En hann var svo skemmdur, að Place hafði ákveðið, að hann skyldi yfir- gefinn og honum sökkt. Place birtist nú í lúguopinu í stígvélum og síðum nærfötum ein- um klæða, veifandi hvítu kafbáts- peysun:ni sinni til merkis um upp- gjöf. Hann lét sig falla heilan á húfi niður í sjóinn, án þess að nokk- ur af skammbyssu- og riffilkúlun- um úr skotvopnum skipsmanna hefði hæft hann. En X-7 var svo mikið skemmdur, að hann sökk aft- ur, áður en hinum mönnunum þrem tækist að skríða út um lúguopið. Place var sóttur á þýzkum léttbát og farið með hann um borð í Tir- pitz. Cameron og menn hans heils- uðu honum, þegar hann birtist þar, rennvotur og slgálíandi. Þá skaut X-5 upp á yfirborðið í um 450 metra fjarlægð. Kannske var því eins farið með harm og X-7, að hann hefði skemmzt svo í spreng- ingunni, að mennirnir hefðu orðið að yfirgefa hann og sökkva honum. En sannleikurinn í málinu mun aldrei vitnazt, því að fallbyssur Tir- pitz náðu til þess staðar, sem X-5 hafði komið upp á. Og fallbyssu- kúlurnar tættu hann í sundur og sprengdu hann í loft upp frammi fyrir augum fanganna fimm. Þrem tímum eftir að Place hafði verið tekinn upp í léttbátinn, var Bob Aitken, kafarinn á X-7, tekinn upp í sama bát. Honum hafði tekizt að brjótast út úr kafbátnum, eftir að hann lagðist til hvíldar á hafsbotn- inum. Farið var með brezku fangana sex inn í klefa á Tirpitz og þeir látnir dvelja í þeim yfir nóttina. Næsta dag voru þeir fluttir út í þýzkan tundurskeytabát og voru þannig lagðir af stað í hina löngu ferð sína til Þýzkalands, en þar áttu þeir eftir að eyða öllum síðari stríðsárunum í fangabúðum. Þeir litu til baka og virtu Tirpitz fyrir sér í síðasta sinn, er þeir héldu út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.