Úrval - 01.02.1970, Síða 116

Úrval - 01.02.1970, Síða 116
114 ÚKVAL úr mynni Káfjarðai. Það varð þeim öllum bitur vonbrigði, að það skyldi enn vera ofansjávar. Að þeirra áliti hafði sendiförin mistekizt. „ÞESSIR HUGHRAUSTU HEIÐURSMENN“ Tveim dögum eftir árás dverg- kafbátanna flaug Karl Doenitz að- míráll, yfirmaður alls þýzka flot- ans, til Káfjarðar. Hann las skýrsl- urnar um skemmdirnar á Tirpitz, athugaði skipið nákvæmlega og gaf síðan út, yfirlýsingu sem átti eftir að reynast sannspá. „Eitt er öruggt,“ sagði hann í yfirlýsingu sinni. „Ef Tirpitz heldur aftur á sjóinn, mun það verða dauðasigling þess.“ Það var gat á stærð við hlöðudyr á skrokknum, og öll lægri þilför þessa mikla skips voru undir sjó. Rör og leiðslur voru brotnar og slitnar, og vélar og tæki höfðu rifn- að af undirstöðu sinni. Aðeins einn af átta dieselrafölum skipsins var enn nothæfur, og hann varð að nota til þess að dæla sjónum úr lestun- um. Því var ómögulegt: að fram- leiða gufu eða knýja stærri fall- byssurnar á skipinu. Með samþykki Hitlers ákvað Doenitz því, að engar tilraunir skyldu gerðar til þess að flytja skip- ið til Þýzkalands til viðgerða þar. Þess í stað voru viðgerðarskip, alls konar tæki og útbúnaður og um 1000 skipasmiðir og viðgerðarmenn sendir í flýti frá Þýzkalandi til Noregs til þess að reyna að koma skipinu í starfhæft ástand að nýju. Mennirnir unnu nótt sem nýtan dag, en þ. 22. nóvember móttók flotamálaráðuneytið sk.ýrslu um, að „vegna árangursríkrar árásar dverg- kafbáta hafi Tirpitz verið gert óstarfhæft svo að mánuðum skipt- ir.“ Það var ekki fyrr en í apríl 1944, að Tirpitz komst burt úr skipalægi sínu. Og í ágúst og september skemmdist það enn á ný og í þessi skipti í loftárásum. í október sigldi hið hrjáða og af sér gengna skip hægt og hikandi suður til Tormsö í Noregi. Er hér var komið máli, hafði gangur stríðsins snúizt Þjóð- verjum í óhag. 0:g þeir ætluðu sér nú aðeins að nota skipið sem eins konar landvirki, þ. e bundið við festar á leguplássi í fjörusteinun- um:. En þ. 12. nóvember árið 1944 veittu sprengjuflugvélar brezka hersins því ,,náðarhöggið“. Hver flugvélin á fætur annarri lét sprengjum rigna yfir það, og þær tættu sundur stálplötur þess, þang- að til það valt á hliðina. Og þá kom í ljós hið banvæna sár, sem dverg- kafbátarnir höfðu veitt því norður í Káfirði. Það leið langur tími, þangað til brezku fangarnir sex, sem tekið höfðu þátt í „Áætluninni Upptök“ og lifað stríðið af, fréttu, hversu árangursrík árás þeirra hafði í raun og veru verið. Þeir fréttu slíkt ekki fyrr en þeim hafði verið sleppt lausum eftir stríðslok og flogið hafði verið með þá heim til Eng- lands. Risafyrirsagnir í blöðunum tilkynntu almenningi komu þeirra, og þeir voru kvaddir til Bucking- hamhallar til þess að taka þar við heiðursmerkjum. Þar voru að vísu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.