Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 120
118
ÚRVAL
Neró mjög, og þá samdi hann djöf-
ullega áætlun. Hann hélt móður
sinni mikla veizlu niðri við strönd-
ina og sendi hana svo heim á glæsi-
legan hátt. Hann bauð henni um
borð í skip, sem hafði verið sérstak-
lega byggt í þessu augnamiði, þ.e. til
þess að sökkva fljótlega. Og svo
kvaddi hann hana með virktum.
Skipið liðaðist sundur á leiðinni,
eins og ráð hafði verið fyrir gert.
Það gerðist að nóttu til á miklu
dýpi. En Agrippinu tókst að synda
í land. Og í dögun sendi hún sendi-
boða yfir flóann til þess að fullvissa
Neró um, að hún væri heil á húfi.
Þetta var einum of mikið. Meðan
Neró var enn að tala við sendiboð-
ann, lét hann rýting falla til jarðar,
svo lítið bar á. Og svo æpti hann
upp yfir sig, að Agrippina hefði sent
þennan morðingja til þess að drepa
hann með hnífsstungu og væri það
næg ástæða til þess að láta taka
hana af lífi. Og það gerði hann svo.
Heimilislíf Nerós hafði alltaf ver-
ið sundurlaust og í lausum skorðum.
Fimmtán ára að aldri giftist hann
13 ára gamalli dóttur Kládíusar,
Oktavíu að nafni. En hann hafði
andstyggð á þessari hljóðlátu stúlku,
svo að hann gerði hana útlæga til
eyjar einnar og lét síðar drepa hana.
Hajnn drap aðra eiginkonu sína,
Poppeu, þegar hún ávítaði hann fyr-
ir að koma seint heim. Þriðja kona
hans var Statilia. Neró lét ráða eig-
inmann hennar af dögum til þess að
fá hana fyrir konu.
FEITLAGINN SÖNGVARI
Bronspeningar frá ríkisstjórnar-
árum Nerós sýna hann sem svíra-
digran, brúnamikinn, flatnefja mann
sem er með mjög hörkulegan munn-
svip. Augu hans voru gráblá og hár
hans allt sett fínlegum liðum. Skegg
hans var Ijóst og óræktarlegt. Seinna
lét hann raka það af sér. Hann var
mjög feitlaginn og hafði heilmikla
vömb, en þungur líkaminn var bor-
inn uppi af rindilslegum fótleggjum.
Oft veitti hann mönnum áheyrn,
klæddur inniskóm og slopp, sem
hann hafði flaksandi frá sér. Hann
hafði slæma húð og vonda líkams-
lykt.
Það er furðulegt en satt, að fyrstu
ár ríkisstjórnar Nerós voru ár hinn-
ar mestu hagsældar og friðar í sögu
Rómaveldis. Hinn gamli kennari
hans og ráðgjafi, heimspekingurinn
Seneca, virtist hafa taumhald á hin-
um illa anda, sem bjó í þessum læri-
sveini hans. Þessi nýi og óreyndi
keisari lét lækka skatta, kom á elli-
lífeyri, stóð sig aðdáanlega sem
dómari, jós velgerðunum yfir fá-
tæklingana og gerði góða og dug-
andi menn að landstjórum í skatt-
löndunum. Var þessi hegðun hans
uppgerð ein? Líklegra er, að Neró
hafi snúið sér að þessu starfi sínu í
uppgerðarlausri alvöru og rækt það
vel, þangað til hinn eðlislægi veik-
leiki hans kæfði hans góða ásetning.
Allt frá bernskuárum hafði Neró
sýnt tilhneigingar til listrænnar
sköpunar. Hann málaði, reyndi að
móta og höggva myndir og hafði
eyra fyrir tónlist. Hann talaði
grísku eins vel og latínu, þótt
menntun hans hefði verið gloppótt.
Hann bætti úr þeim ókósti
með fyndni og hnyttiyrðum, sem
hann var alltaf fljótur að grípa til.