Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 120

Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 120
118 ÚRVAL Neró mjög, og þá samdi hann djöf- ullega áætlun. Hann hélt móður sinni mikla veizlu niðri við strönd- ina og sendi hana svo heim á glæsi- legan hátt. Hann bauð henni um borð í skip, sem hafði verið sérstak- lega byggt í þessu augnamiði, þ.e. til þess að sökkva fljótlega. Og svo kvaddi hann hana með virktum. Skipið liðaðist sundur á leiðinni, eins og ráð hafði verið fyrir gert. Það gerðist að nóttu til á miklu dýpi. En Agrippinu tókst að synda í land. Og í dögun sendi hún sendi- boða yfir flóann til þess að fullvissa Neró um, að hún væri heil á húfi. Þetta var einum of mikið. Meðan Neró var enn að tala við sendiboð- ann, lét hann rýting falla til jarðar, svo lítið bar á. Og svo æpti hann upp yfir sig, að Agrippina hefði sent þennan morðingja til þess að drepa hann með hnífsstungu og væri það næg ástæða til þess að láta taka hana af lífi. Og það gerði hann svo. Heimilislíf Nerós hafði alltaf ver- ið sundurlaust og í lausum skorðum. Fimmtán ára að aldri giftist hann 13 ára gamalli dóttur Kládíusar, Oktavíu að nafni. En hann hafði andstyggð á þessari hljóðlátu stúlku, svo að hann gerði hana útlæga til eyjar einnar og lét síðar drepa hana. Hajnn drap aðra eiginkonu sína, Poppeu, þegar hún ávítaði hann fyr- ir að koma seint heim. Þriðja kona hans var Statilia. Neró lét ráða eig- inmann hennar af dögum til þess að fá hana fyrir konu. FEITLAGINN SÖNGVARI Bronspeningar frá ríkisstjórnar- árum Nerós sýna hann sem svíra- digran, brúnamikinn, flatnefja mann sem er með mjög hörkulegan munn- svip. Augu hans voru gráblá og hár hans allt sett fínlegum liðum. Skegg hans var Ijóst og óræktarlegt. Seinna lét hann raka það af sér. Hann var mjög feitlaginn og hafði heilmikla vömb, en þungur líkaminn var bor- inn uppi af rindilslegum fótleggjum. Oft veitti hann mönnum áheyrn, klæddur inniskóm og slopp, sem hann hafði flaksandi frá sér. Hann hafði slæma húð og vonda líkams- lykt. Það er furðulegt en satt, að fyrstu ár ríkisstjórnar Nerós voru ár hinn- ar mestu hagsældar og friðar í sögu Rómaveldis. Hinn gamli kennari hans og ráðgjafi, heimspekingurinn Seneca, virtist hafa taumhald á hin- um illa anda, sem bjó í þessum læri- sveini hans. Þessi nýi og óreyndi keisari lét lækka skatta, kom á elli- lífeyri, stóð sig aðdáanlega sem dómari, jós velgerðunum yfir fá- tæklingana og gerði góða og dug- andi menn að landstjórum í skatt- löndunum. Var þessi hegðun hans uppgerð ein? Líklegra er, að Neró hafi snúið sér að þessu starfi sínu í uppgerðarlausri alvöru og rækt það vel, þangað til hinn eðlislægi veik- leiki hans kæfði hans góða ásetning. Allt frá bernskuárum hafði Neró sýnt tilhneigingar til listrænnar sköpunar. Hann málaði, reyndi að móta og höggva myndir og hafði eyra fyrir tónlist. Hann talaði grísku eins vel og latínu, þótt menntun hans hefði verið gloppótt. Hann bætti úr þeim ókósti með fyndni og hnyttiyrðum, sem hann var alltaf fljótur að grípa til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.