Úrval - 01.02.1970, Qupperneq 129
'DYLAN THOMAS
Þetta vorU orð velska skáldsins
Dylan Thomas.
Hann fæddist í Swansea árið 1914
og ólst þar upp. 16 ára að aldri hætti
hann námi og skömmu síðar gerð-
ist hann blaðamaður. Barnungur
byrjaði hann að yrkja, og 1933 sigr-
aði hann í ljóðakeppni. Þá sagði
hann starfi sínu lausu og hélt til
Lundúna. Þar bjó hann fyrst um
sinn hjá nokkrum vinum sínum.
Fyrsta ljóðabók hans kom út ár-
ið 1934 og vakti nokkra athygli.
Skáldkonan Edith Sitwell kom t. d.
þegar í stað auga á frábæra hæfi-
leika hans. Með næstu tveimur bók-
um fer hróður hans vaxandi, en
þau ljóð, sem hafa aflað honum
mestrar frægðar, er að finna í síð-
ustu bókum hans, „Deaths and En-
trances“ (1946) og „Contry Sleep“
(1951).
Thomas lagði snemma rækt við
málfræðirannsóknir, sem komu hon-
um að góðu haldi við ljóðagerð
hans. f ljóðum sínum samræmir
hann furðu vel hætti hins gamla
og nýja tíma.
Dylan Thomas sagði eitt sinn í
útvarpserindi: „Öll skáld vilja, að
lesendahópur þeirra sé sem stærst-
ur. Fyrirlitning í garð almennings,
sem leggur til margan væntanleg-
an lesanda, er ekki annað en fyrir-
litning á gildi iðju sinnar.“
Eftir þessari skoðun sinni breytti
hann með glæsilegum árangri. Safn
af ljóðum hans, sem gefið var út
1953, hefur verið endurprentað sjö
sinnum, og hann hafði lesið fáein
af ljóðum sínum inn á hljómplötur,
sem hafa náð metsölu. Hann nýtur
meiri hylli en nokkurt annað nú-
127
lifandi ljóðskáld, sem yrkir á enska
tungu.
Ástæðan til þess er einfaldlega
sú, að í ljóðum hans finnur almenn-
ingur það sem hann leitar að í ljóð-
um. Hann finnur hina sönnu gleði.
Hann finnur drungalegan tón sorg-
ar og angistar. Ljóðin eru ekki tor-
skilin og í þeim eru ávallt heitar
tilfinningar.
Hann var dáður af öllum, sem
þekktu hann, vegna persónulegra
töfra sinna. Hann var gamansamur
og hrókur alls fagnaðar. Hann var
mjög vínhneigður, en þó gat flaska
af víni staðið fyrir framan hann,
án þess að hann snerti hana, ef hann
vann að ljóðum sínum.
Einn af vinum hans lýsir honum
vel, er hann segir: „Hann kemur
til mín, eftir að hafa setið lengi að
drykkju. Hann er taugaóstyrkur og
vandræðalegur og fálmar ofan í
vasa sína. Hann er lágur vexti og
þrekinn, hárið hrokkið og úfið. Ef
til vill er hann í fötum, sem ein-
hver hefur lánað honum. Þannig
kemur hann til mín og segist vita,
að ég sé mjög tímabundinn, en samt
langi sig til að sýna mér ljóð, sem
hann hafi nýlega ort.“
Thomas starfaði um skeið við
brezka útvarpið. M. a. flutti hann
gamansögur, sem nutu mikilla vin-
sælda. Einnig samdi hann kvik-
myndahandrit, þótt oft yrðu fram-
leiðendurnir að loka hann inni í
hótelherbergi til þess að hann lyki
verkinu.
Skömmu fyrir heimsstyrjöldina
síðari gekk hann að eiga Caitlin
Macnamara. sem var af írsku bergi
brotin. Búskapur þeirra var oft með