Úrval - 01.02.1970, Page 130
128
ÚRVAL
undarlegum hætti. Þau bjuggu hvar
sem þau gátu- stundum á götunni,
stundum hjá vinum sínum.
Dylan Thomas lézt árið 1953 að-
eins 39 ára gamall. Skömmu áður
hafði hann í hyggju að semja óperu-
texta fyrir Igor Stravinsky, og biðu
menn með mikilli eftirvæntingu eft-
ir því verki. Dánarorsök hans var
drykkjuskapur og lungnabólga. Síð-
ustu daga ævi sinnar lá hann á
sjúkrahúsi, og þangað heimsótti
hann fjöldi vina hans.
í eftirmælum, sem birtust í Lund-
únablaðinu „Times“, segir: „í sak-
leysi felst mótsögn, og í lífi og starfi
Dylan Thomas felst einhver athygl-
isverðasta mótsögn vorra tíma.“
Bókavörðurinn, sem raðar bókunum í hillurnar í bókasafni einu i
Oa'kland í Kaliforniu, hlýtur að vera mjög raunsær. Þar standa þrjár
bækur hlið við hlið, sem bera Þessi heiti: „Hinn kynferðislega hæfi karl,“
„Hin kynferðislega hæfa kona“ og „Hvað eigum við að skíra barnið?"
Ann Cordisco.
í glugga veitingahúss eins i Lundúnum, þar sem framreiddir eru ýmsir
réttir frá Pakiscan, getur að líta matseðil. En á honum stendur ekki ,,A
la carte“ fyrir ofan réttina, heldur „Allah carte“.
Hárkollumeistari einn býr til sérstakar stutthærðar hárkollur handa
hippum og öðrum síðhærðum náungum og auglýsir þær þannig í búðar-
glugga sínum: „Hárkollur með stuttu hári fyrir „ferðir" þínar inn í
Þrælaland, svo sem í réttarsali, skólastofur, herkvaðningarskrifstofur,
fangelsi os.frv.
Newsweek.
Nú er kominn á markaðinn ný tegund af sjálfviiikum glymskratta
(jukebox). Þegar engum peningi hefur verið stungið i hann um hríð,
rekur hann upp vein og biður gesti urn að stinga nýjum peningi í rifuna.
Newsweek.
„Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af mér þetta árið,“ sagði 5
ára snáði við jólasveininn inni í einni stórverzlun New Yorkborgar. „Sko,
við getum tekið út i reikning i þessari búð.“
I Bandaríkjunum hafa 94% allra heimila a.m.k. eitt sjónvarpstæki,
en aftur á móti hafa aðeins 85% heimila baðker. Þetta sannar, að fleiri
heilar eru þvegnir en skrokkar.
Martin Buxbavm.
Ungur rnaður með heljarmikið skegg sótti um atvinnu sem jólasveinn
í istórverzlun „Macy’s“ í New York og fékk þetta svar: „Ek'ki fyrr en
þér hafið rakað af yður skeggið."