Úrval - 01.04.1971, Qupperneq 26

Úrval - 01.04.1971, Qupperneq 26
24 ÚRVAL óþægilegt umtal og gera sem minnst úr sérhverju því, sem talizt gat sönnun fyrir sakleysi Dreyfus. Þeir báru það jafnvel blákalt fram, að nú væri ekki lengur um að ræða sekt eða sakleysi Dreyfus, heldur væri nú verið að stofna heiðri alls franska hersins í hættu. Og hans (heiðursins) vegna væri betra að fórna einum manni - - og þegar sá hinn sami væri Gyðingur í þokka- bót, gæti naumast verið ástæða til að gera veður út af slíku. Franska þjóðin var tvískipt í málinu, og allar aðstæður bentu til þess, að mál hins ógæfusama fanga á Djöfla- ey væri gjörsamlega vonlaust. — Þá kom greinin J.accuse — Eg ákæri! Þetta opna bréf Emils Zola til Felix Faure, Frakkaforseta, verk- aði eins og hreinsandi stormur á allan þann ódaun og rotnun, sem einkenndi franska lýðveldið um þessar mundir. George Clemenceau var ritstjóri L‘ Aurore. Hann hafði í fyrstu, eins og svo margir aðrir í Frakklandi verið sannfærðir um, að Dreyfus væri sekur. En þegar hann komst að raun um hið sanna í málinu, lagði hann sig allan fram til að bjarga Dreyfus. En það var ekki heiglum hent, að tala máli Dreyfus í París. Gyðingahatararnir svifust einskis. Þeir höfðu í þjónustu sinni alls konar óþjóðalýð, sem fór í hóp- um um götur borgarinnar og barði á þeim, sem dirfðust að leggja Dreyfus liðsyrði. Blöð klerkavalds- ins voru daglega full af hvers kon- ar óhróðri um Dreyfus og vini hans, um alla, sem leyfðu sér að láta skína í, að Gyðingur gæti haft á réttu að standa, að Gyðingur gæti verið saklaus. Esterhazy var hafinn til skýjanna og fékk mikinn fjölda bréfa og margvísleg merki hollustu og vináttu. Franska stjórnin og mik- ill meiri hluti þingmanna í full- trúadeildinni taldi Dreyfus afdrátt- arlaust sannan að sök. Stúdentarnir hylltu Esterhazy, og jafnvel meðal almúgans gróf Gyðingahatrið um sig og eitraði hugarfarið. Ákæra Emils Zola var eins og svipuhögg, eins og salt í opin sár. Engum hinna seku var gleymt. Hann ákærði Patu de Clam höfuðs- mann fyrir að hafa stofnað til hins djöfullega samsæris; hermálaráð- herrann, Mercier hershöfðingja, fyr- ir að vera honum samsekan; Bois- deffre hershöfðingja fyrir að hafa haft í höndum sannanir fyrir sak- leysi Dreyfus, en stungið þeim undir stól; Pellieux hershöfðingja fyrir glæpsamlega starfsaðferð við rannsókn málsins; rithandarsér- fræðingana fyrir að hafa gefið vís- vitandi rangar upplýsingar; her- réttinn frá 1894 fyrir að hafa brot- ið hinar einföldustu réttarreglur, og herréttinn, sem sýknaði Ester- hazy, fyrir að hafa samkvæmt skip- un frá herforingjaráðinu staðfest ranglætið með því að sýkna mann, sem rétturinn vissi að var sekur. Zola lauk ákærunni með því að lýsa yfir, að hann væri haldinn einni ástríðu, þrá eftir ljósi og réttlæti. Dragið mig fyrir lög og dóm, ef þið þorið, sagði hann, en látið 'réttar- höldin fara fram fyrir opnum dyr- um. Eg er reiðubúinn og vænti slíkrar réttarrannsóknar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.