Úrval - 01.04.1971, Page 28

Úrval - 01.04.1971, Page 28
26 ÚRVAL væri mannorðsspillandi, svaraði rétturinn því neitandi. Málalok urðu þau, að hann var sýknaður, en syndaregistur hans var nú orðið svo langt, að honum var vikið frá störf- um í hernum fyrir slæma hegðun. En í ágúst 1899 skeði nokkuð óvænt. Henry ofursti játaði fyrir hermálaráðherranum, að bréfið, sem lesið var upp í fulltrúadeild þings- ins, hefði verið samið af honum sjálfum og væri því falsað. Henry var tekinn fastur, en um nóttina skar hann sig á háls í fangelsinu. Nú skyldi maður ætla, að Dreyf- usmálið væri tekið upp að nýju, og réttlætið gengi með sigur af hólmi. En það var allt annað en auðvelt að vinna bug á herforingjaklíkunni og klerkavaldinu. Cavaignac varð að visu að segja af sér, en í hans stað kom Zurlinden hershöfðingi, sem ekki var hótinu betri. Piquart var varpað í fanselsi, og hinn nýi hermálaráðherra lét flytja hann úr borgarfangelsinu í herfangelsið og ákærði hann svo fyrir að hafa fals- að bréfið. Forsætisráðherrarin, Henri Bris- son, sá nú, að fádæma réttarfars- glæpur hafði verið framinn gegn Dreyfus og ætlaði að taka málið upp, en áður en til þess kæmi, féll stjórn hans. Og enn hófst hin við- bjóðslega barátta gegn því að mál- ið væri tekið upp. En nú var her- rétturinn tekinn til að rannsaka málið og hélt því áfram, hvað sem hver sagði. Blöðin og herforingia- klíkan gerðu allt sem hægt var til að hindra réttarrannsóknina, og loks reyndi fulltrúadeild þingsins að hindra framgang hennar, en dómstóllinn hélt ótrauður áfram. Reynt var af sömu aðilum að halda leyndu því, sem í ljós kom við rannsóknir þessar. Blaðið Le Fi- garo tók sig þá til og náði sér í öll skjöl viðvíkjandi réttarrannsókn- inni svo og vitnaframburði og þann- ig kom sannleikurinn fyrir almenn- ingssjónir. — Þetta var að vísu ólöglegt, en blaðið borgaði sína sekt — og hélt svo áfram að birta málsskjölin. Loks var rannsókn málsins lokið, og yfirrétturinn ógilti dóminn frá 1894 og fyrirskipaði nýja rannsókn fyrir herrétti, er halda skyldi í Rennes. f september 1899 var dómur kveð- inn upp í Rennes. Einungis tveir af dómendunum þorðu að greiða atkvæði með sýknudómi, en fimm lögðu aftur til, að með tilliti til „framkominna málsbóta11 skyldi hinni ævilöngu refsivist breytt í 10 ára fangelsi. Síðan greip nýja ríkisstjórnin inn í málið og „náðaði“ Dreyfus fáein- um vikum eftir að dómurinn hafði fallið í Rennes. En hvað svo um alla glæpamennina innan herfor- ingjaráðsins, meðal blaðamanna og stiórnmálamanna? Það var ekki hægt að skera burt átumeinið og uppræta spillinguna í þjóðarlíkam- anum. Og til þess að koma í veg fyrir, að til málshöfðunar kæmi gegn þeim síðar meir, samþykkti fulltrúadeildin í júni árið' 1900 náð- unarlög, sem fólu einfaldlega i sér, að öllum glæpamönnunum í Dreyf- usmálinu voru gefnar upp sakir. Á árinu 1903 var málið tekið til endurskoðunar í síðasta sinn af æðsta dómstól landsins og 12. júlí
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.