Úrval - 01.04.1971, Síða 32

Úrval - 01.04.1971, Síða 32
30 ÚRVAL erum við að þýða myndmál yfír á talmál. En það að gera mynd er aðeins spurning um það að sjá. En sú sýn er upplifun á þessu auða bili, sem er milli fingurs Adams og hug- mynda hans um það, sem hann er að reyna að snerta. En Adam er einungis tákn hinn- ar fyrstu hugsandi veru. Þegar hann yfirgefur dýraríkið, sem er aldingarðurinn Eden, heldur hann til móts við það að verða raun- verulegur maður. Það er álitið að uppruni manns- ins muni hafa verið á austurhluta þessarar jarðar. Þar hafi hann fyrst beint augum sínum mót himinrúm- inu og einnig skynjað þetta sí- breytilega umhverfi sem hann lifði í og við köllum jörð. En við þekkjum ekki upphafið og vitum ekki hver afdrif mannsins munu verða. En við þekkjum þær spurningar sem snemma urðu til: Hvaðan kom ég? Hver er ég? Og hvert fer ég? Þessum spurningum hefur mað- urinn reynt að svara með trúar- brögðum, heimspeki, dulfræði og vísindum. Og við börn nútímans teljum það fullvíst að mestu sigur- vinningar vísindanna séu tuttug- ustu aldarinnar. Upphaf atómaldar og geimferða. En ég ætlaði ekki að tala um vísindi og tækni, heldur um það sem við gætum kallað myndheim mannsins. Ef við hverfum aftur í tímann, þá segir sagan okkur að tuttugu og fimm þúsund árum fyrir Krists burð hafi komið fram á sjónarsvið- ið hinn fyrsti vitiborni maður (Homo sapiens). Hann er kominn alla leið austan úr Asíu, en hans verður fyrst vart í Grimaldi-hell- unum austan við Mentonu á suður- strönd Frakklands. Þetta er fögur vera, hraust og vel gefin, gædd mannsmáli. Þetta voru hinir svonefndu Kro- Magnin-menn og höfundar þeirrar fyrstu myndlistar, sem við þekkj- um. Þeir voru búnir skutlum og kastvopnum sem gerðu þeim kleift að ráða niðurlögum villtra dýra.. En þótt þeir hefðu vopn, var veið- in þeim erfið og fótfrá dýrin hafa getað forðað sér undan spjóti veiði- mannsins. Þessi fyrsti maður átti líf sitt undir því að geta veitt, því af dýr- unum hafði hann bæði fæðu og klæði. Með því að draga upp mynd af bráðinni var framinn galdur, sem gerði vald veiðimannsins meira yf- ir dýrinu. Þetta var ekki listsköpun í nú- tímaskilningi. En myndir þessar, svo sem vísundarnir í Altamira- hellunum, eru svo frábærlega vel gerðar að þær hljóta að vekja undr- un manns. Myndverk Kro-Magnon-manna eru aðeins fyrsta skrefið í mynd- listarsögu mannsins. Hann átti eft- ir að þróa verkkunnáttu sína og hugsun í gegnum ótal tímaskeið. Myndir kynslóðanna lýsa baráttu þeirra við umhverfi sitt og hugar- heim, en þrátt fyrir kaldhæðni og bölsýni reynir maðurinn að ná tök- um á hinum sönnu verðmætum lífsins. Fram á sjónarsviðið koma boðberar heilbrigðrar skynsemi. Og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.