Úrval - 01.04.1971, Síða 33

Úrval - 01.04.1971, Síða 33
FINGUR ADAMS 31 við tilkomu kristninnar tekur mynd hins vestræna manns á sig alveg nýjan svip. Hún verður andjarð- nesk myndlist sem túlkar sælu annars heims. En við ljóma af kristinni trú áttu eftir að verða til einhver mestu myndlistarverk ver- aldarinnar. Og við skulum nú að- eins staldra við og athuga eitt þess- ara verka, myndina „Hina heilögu kvöldmáltíð" eftir ítalska máiar- ann Leonardo da Vinci. En hann var fæddur 1452, ólst upp í Flórens á Ítalíu, en lézt í Frakklandi 1519 aðeins sextíu og sjö ára gamall. Þegar da Vinci er fimmtíu og fimm ára, málar hann þessa mynd, sem talin er á margan hátt hámark Endurlifunarstefnunnar (Renisan- ce). Þetta er veggmynd í borðsal Santa Maria klaustursins í Milano og meistaraverk sálfræðilegrar skarpskyggni. Kristur situr fyrir miðju með lærisveina sína til beggja handa. Það er stundum talað um að allt mannkynið sitji við sama borð. Manni tuttugustu aldarinnar er þetta mun ljósara en manni fimmt- ándu aldarinnar. En borðsiðirnir eru vandamálið enn þann dag í dag; við þetta borð ríkir skilningsleysi, öfund, metnaður og persónuleg græðgi. Það er þessum heimi sem meist- ari Leonardo er að lýsa. Þessum heimi, sem þekkir ekki sinn vitj- unartíma, þekkir ekki veruleika sinn en lifir í falskri trú, sem kyn- slóð eftir kynslóð heldur áfram að fullkomna. Kristur er sá sem veit, tákn hins endanlega markmiðs, hin raunveru- lega bylting, ekki áframhald mis- skilnings heldur upplifun á því sem er sívarandi. Myndin sýnir glundroða. Kristur hafði sagt að hann yrði svikinn. Það er á þessu augnabliki, sem ásakanir og afsakanir hefjast. Klögumálin ganga á víxl, mann- heimur þar sem allir eru saklausir, eða hitt þó heldur. En hvernig á að segja það sem ekki er hægt að segja, lýsa ástandi sem ekki er hægt að lýsa? Form getur aldrei orðið annað en óljós bending á það sem raunveru- lega skiptir máli — þess vegna er svo auðvelt að misskilja það. En þegar við horfum á þessa mynd, þá verður okkur starsýnt á Krist. Þetta rétta þríhyrningsform sem líkami hans myndar, tákn þess fullkomna, er óhagganlegt og stöð- ugt, andstætt öllum öðrum formum í myndinni. Ásjóna hans er hvorki karls né konu, og að baki honum sjáum við víðáttuna — óendanleik- ann sjálfan. En honum til hægri handar situr Júdas, haldandi á pen- ingjapyngjunni. Hann er sá eini, sem á þessari stundu skilur sök sína. Og hvað er svo hugsanlegt að da Vinci sé að reyna að segja okkur með Júdasi? Jú, hann er eins og þríhyrningur, sem á einu augnabliki er að verða til. Við skulum þá yfirgefa borðsal- inn í Santa Maria klaustrinu og þennan djúpvitra meistara Leonar- do da Vinci og færa okkur fram
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.