Úrval - 01.04.1971, Side 56

Úrval - 01.04.1971, Side 56
54 ÚRVAL hinn nákvæmni og leikni sem þarf til suðu. Byrjað var á því að sjóða saman bein í dýrum. Og fyrstu til- raunirnar skiluðu strax ótrúlega góðum árangri. Lifandi bein voru fljót að gróa saman. Gerðar voru samtals rúm- lega 500 tilraunir á dýrum og að- eins eftir það var þessi aðferð tek- in upp við lækningar á fólki. Við erum stödd inni á barnadeild Skurðlækningastofnunarinnar. Þögnin sem hér ríkir í skurðstof- unni er aðeins örsjaldan rofin af léttum hljóðum, þegar tæki eru lögð á bakka, og lágværum fyrir- skipunum Volkofs prófessors. Hann er að skera upp við beinbroti, en í höndum prófessorsins er ekki hinn hefðbundni skurðhnífur, heldur furðulegt keilulaga tæki. Brotið beinið hefur verið sett saman og á endana er borið fljótandi plastefni. Skurðlæknirinn beinir tæki sínu að beinbrotsstaðnum og að nokkrum sekúndum liðnum sést ekkert brot en í stað þess hefur myndazt heill og traustlegur kambur. Skurðað- gerðinni lýkur á venjulegan hátt, æðar eru saumaðar saman, sárið sett saman og búið um fótinn. Ef hátíðnitækið hefði ekki verið notað hefði uppskurðurinn tekið tvisvar sinnum lengri tíma. En tíminn er ekkert höfuðatriði. Með notkun há- tíðni er málmhlutum útrýmt og hinn harði kambur, sem er nokkurs konar saumur úr plasti, leysist upp með tímanum og víkur fyrir lif- andi vef. Fyrsti uppskurðurinn, sem fram- kvæmdur var með þessum hætti var gerður í desember 1969. Pró- fessor M. Volkolf og N. Poljakof skáru upp tvær stúlkur, sex og tólf ára gamlar. Önnur hafði æxli í framhandleggsbeini, en hin æxli í fæti. Uppskurðurinn tókst ágætlega. Nú þegar hafa 120 manns verið læknaðir með hátíðni, og enn hef- ur ekki orðið vart eftirkasta af nokkru tagi. Vísindarannsóknir sem stöðugt fara fram í stofnuninni, opna æ fleiri nýja möguleika þessa undur- samlega hjálpartækis skurðlækna. Með hátíðni er ekki aðeins hægt að sjóða saman bein sjúklingsins sjálfs, en einnig bein hans og bein úr öðru fólki. Á þessu sviði hefur verið leyst úr vandamáli líffræðilegrar ósam- þýðni, þó að M. Volkof prófessor telji hana ekki jafn erfiða varðandi bein eins og í samsetningu mjúkra vefja. Með hátíðni er hægt að laga galla í beinum, eftir að sjúkir hlutir hafa verið numdir á brott úr þeim. Stað- urinn sem vantar í beinið er fylltur með fínmöluðu beini og plasti og þessi blanda soðin í beinið. Með þessu móti er hægt að endurbyggja stóra hluta í beinum, og jafnvel heila hluta úr beinagrindinni t. d. liðamót. Strax eftir fyrstu aðgerðirnar kom í ljós enn einn ágætur eigin- leiki hátíðninnar — hún veldur engum kvölum. Eftir aðgerðina líð- ur sjúklingnum vel. Þetta stafar af því að hátíðnin hefur deyfandi áhrif á taugaendana. En hvernig er þetta tæki, sem framleiðir lífgefandi og læknandi hljóðbylgjur? Uppistaðan í því er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.