Úrval - 01.04.1971, Page 60

Úrval - 01.04.1971, Page 60
58 ÚRVAL hennar út úr húsinu. Þær voru báð- ar með tómar tágakörfur og lögðu leið sína eftir strætinu og hröðuðu sér eins og þeim lægi mikið á. Eg veitti þeim eftirför svo lítið bar á. Þær klöngruðust yfir múrsteins- hrúgur og rusl, sem hvarvetna þakti strætið, gamla konan og barn- ið. í útjaðri þorpsins lögðu þær leið sína eftir vegi, sem lá niður að uppþornuðum árfarvegi. Elg klifraði upp á hæð eina og sá mér þá til mikillar undrunar, að fleira fólk var komið á staðinn og vann af kappi með haka og skóflu á tinnu- hörðum gilbotninum. María og litla stúlkan lögðu frá sér körfurnar og tóku til vinnu. í fyrstu hélt ég að þær væru að grafa fyrir einhvers konar beitu, en svo tók ég eftir, að telpan fór að fylla litlu körfuna sína með hvítum sandi, meðan gamla konan fyllti sína af hvítum teningslaga steinum, sem hún virt- ist velja af mikilli vandvirkni. Þeg- ar þær höfðu fyllt körfurnar, lyftu þær byrðunum á axlir sér og lögðu af stað upp brattan og þröngan stíg- inn. Þær gengu fast fram hjá mér, en gáfu mér þó engan gaum, frekar en þær vissu ekki af mér. Þegar þær voru komnar spölkorn fram hjá mér, hélt ég í humátt á eftir þeim. Leiðin lá upp á hæð, er var slétt að ofan, og sá þaðan út yfir allt þorpið. Þangað hafði ég ekki kom- ið fyrr á gönguferðum mínum, en þessi staður virtist sá eini á stóru svæði, sem óspilltur var af sprengj- um og öðrum styrjaldarmerkjum. I akasíulundi nokkrum þarna uppi á hæðinni var mikill fjöldi þorpsbúa að verki. Þeir unnu þarna hljóð- lega og lágmæltir að því að blanda steypu og höggva til hina fallegu, hvítu steina, og hlóðu úr þeim veggi að nýrri og mikilli byggingu. Allar aðfarir þeirra höfðu á sér einkenni- legan hátíðleikablæ. Mér var í fyrstu ráðgáta, hvað fólkið væri að gera, en skyndilega varð mér ljóst, af því litla sem bú- ið var að reisa, hvers konar bygging var að rísa þarna af grunni. Eg greip andann á lofti. Þetta fólk, sem hafði naumast þak yfir höfuðið og var svo grátt leikið af styrjöldinni, sem raun bar vitni, þessar konur, börn og gamalmenni, sem í minum augum voru einungis sigraðir og útdauðir skuggar, höfðu valið sér sem sitt fyrsta verkefni að reisa með eigin höndum nýja og veglega kirkju. Ekki bænahús til bráða- birgða, heldur fegurra og stærra guðshús en þeir höfðu nokkru sinni fyrr átt. María og litla telpan tæmdu körf- urnar sínar. Þær staðnæmdust of- urlitla stund til að kasta mæðinni, svo lögðu þær af stað eftir nýrri byrði. Um leið og gamla konan gekk fram hjá mér, með svitaperl- ur á enni sér, leit hún skyndilega til mín og brosti örlítið við mér. Mér fannst vera ögrun í brosinu, eins og hún vildi segja: „Erum við kannski búin að vera, eða hvað?“ Mér fannst ég geta lesið alla ævi hennar út úr þessu eina tilliti, for- tíðina, nútímann og framtíðina. þarna var hugrekki og þrautseigja, trúnaðartraust og þolinmæði, vilji til að lifa frá degi til dags og sætta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.