Úrval - 01.04.1971, Side 64

Úrval - 01.04.1971, Side 64
62 ÚRVAL að því er virðist alveg áhyggju- laust. Hún er einnig hafnarborg, þar sem 6800 „vatnsbúar“ eyða ævi sinni á hriktandi, vatnsósa junkum, sem hætta sér daglega út á hafið við Kínastrendur og toga rétt við nefið á göslandi fallbyssubátum kommúnistanna. Auk brezku nýlendunnar Hong Kong, sem er 40 mílum fyrir aust- an Macao, er Macao eina eignin, sem vestræn ríki eiga nú á megin- landi Asíu. Allt frá árinu 1557, þeg- ar portúgalskir sæfarar slógu eign sinni á þennan uppþornaða kletta- skaga, hafa kínverskir sjóræningjar gerzt þar nærgöngulir. Borgin hef- ur verið umsetin kínverskum hers- höfðingjum, það hefur verið skotið á hana af hollenzkum herskipum og þar hafa herjað alls kyns plágur og hungursneyðir. Og í þrjá mánuði árið 1967 skoðuðu Rauðir varðliðar þar hvern krók og kima. En samt þrífst hún og dafnar og er sjálfri sér nóg efnahagslega, enda hlýtur hún enga efnahagslega aðstoð frá Portúgal. „Það er eins með okkur og bambusviðinn í hvirfilvindi. Við bognum en brotnum ekki,“ segir embættismaður einn í Macao. DAGUR í LÍFI BORGARINNAR Ég sneri nýlega aftur til Macao eftir sex ára fjarveru. Ég kom þangað með þunglamalegri ferju frá Hong Kong, sem er í föstum áætlunarferðum á þessari 40 mílna löngu siglingaleið. Ég stóð við borðstokkinn og fylgdist með því, þegar hinar gamalkunnu, töfrandi útlínur tóku að skýrast við sjón- deildarhringinn. Þarna tók þessi lági skagi smám saman á sig lög- un, sveipaður mjúku kvöldmistr- inu. Blikandi ljósunum fjölgaði sí og æ. Þarna birtust hlíðarnar, al- settar turnum og spírum. Og um- hverfis okkur hröðuðu hundruð junka sér heim í örugga höfn und- ir þöndum seglum, sem líktust helzt leðurblökuvængjum. Við hriktandi landganginn hrópaði burðarkarl stöðugt: „Fat choy! Fat choy!“ Þetta var hin hefðbundna kveðja Macao. Hann var að óska mér gæfu og gengis . . . auðæfa við fjárhættu- spilaborðin. Á hafnarbakkanum gat að líta einmanalega mynd af Mao Tse-tung, útataða í flugnaskít, sem fest var þar við símastaur. Dagurinn hefst hljóðlátlega í Macao eins og á umliðnum öldum. í grárri skímu dögunarinnar, þeg- ar laglegar stúlkur, sem eru spila- stjórar í spilavítunum, halda hljóð- lega heimleiðis eftir næturvaktina, klæddar fjólubláum „cheong-sam“ hinum hefðbundna kínverska bún- ingi), halda fyrstu junkarnir á sjó- inn til þess að toga með stóru net- unum sínum, tvær og tvær saman. Við sólarupprás glymja klukkur Santa Clara, klaustursins, sem stofnað var árið 1633. Og hljómur kirkjuklukknanna berst út yfir húsaþökin. Og þá byrjar borgin að lifna við. Fyrstu loftpúðaskipin leggja af stað yfir yzta hluta mynn- is Perluár í áttina til Hong Kong, umlukin sælöðri. Þau svífa eins og mýflugur yfir sjónum. Þau eru mjög hraðskreið, ganga 37 hnúta og bera 140 farþega. Þar er um mjög þýðingarmiklar hraðferðir að ræða. Og þegar geislar morgunsólarinnar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.