Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 72

Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 72
70 ÚRVAL að skemmdist svo mikið, að hann sér aðeins í gegnum „glugga“, sem er ekki stærri en títuprjónshaus. Hann getur ekki lesið nema hann haldi bókinni um einum þumlungi frá auganu. Og hann þarf mjög sterkan sjónauka til þess að geta lesið götuskilti, séð kvikmyndir eða aðra fjarlægari hluti. Genensky hefur alltaf reynt að komast hjá því að verða að lifa lífi því, sem hinir blindu hafa verið dæmdir til að lifa. Hann á móður sinni að þakka þennan ásetning sinn að miklu leyti, því að hún sagði við hann æ ofan í æ: „Sam, þér mun ekki ganga vel í hverju því, sem þú reynir. Slíkt tekst eng- um. En þú mátt ekki sætta þig við ósigur og uppgjöf, og þú mátt ekki bera fram einhverjar tylliástæður þér til afsökunar.“ Hann' hefur að vísu orðið að reyna mjög á aðlög- unarhæfileika sína á ýmsum svið- um. En samt segir hann: „Eg álít því sjálfan mig alls ekki vera blindan, og sama er að segja um flesta vini mína og starfsfélaga." Og með hjálp Randsight-vélarinnar les hann nú eins hratt og fólk al- mennt eða 130 orð á mínútu. Hann hefur þessu við að bæta: „Eg get gert flest sem mig langar í raun og veru mikið til að gera, flest nema að aka bifreið og skoða stúlkurnar vandlega í laumi.“ Persónulegur skilningur Sams Genenskys á vandamálum sjón- deprunnar er auðvitað ein af helztu ástæðunum fyrir því, að Rand- sight-vélin hefur reynzt vera svo geysilega hagkvæm uppfinning, þótt fyrri vélar, sem studdust einn- ig við lokað sjónvarpskerfi, hafi ekki náð útbreiðslu. Auk þess að stækka hluti er hægt að stilla Rand- sight-vélina til þess að magna gagn- stæðu birtu og myrkurs og magna einnig birtuna sjálfa. Slíkt gerir mögulegan sjónþátt, sem er miklu þýðingarmeiri en stækkun ein. Þáttur þessi gerir allt skýrara og greinilegra. Langflestir þeir, sem haldnir eru alvarlegum sjóngöllum, sjá heiminn í gegnum eins konar móðu. Það, sem þeir þarfnast fyrst og fremst, er aukin birta og aukin gagnstæða birtu og myrkurs til þess að skýra ýmsa hluti, svo sem út- línur stafa á blaðsíðu. Eftir nokkurra mínútna kennslu og ' tæprar klukkustundar æfingu lærist flestum þeim, sem reyna Randsight-vélina, að nota hana án minnstu erfiðleika. Þeir skoða hana strax sem eðlilega viðbót augna og handa sinna. Genensky róar þá í þessu efni með því að segja strax í byrjun: „Sko, ég veit ekki, hvers konar sjóngalla þið hafið við að stríða, en ég þori að veðja, að þið sjáið betur en ég.“ (Sjón hans er verri en 60% allra þeirra, sem eru blindir í lagalegum skilningi). Sá, sem vélina notar, situr við borð, og er skermurinn í augnhæð. Hann leggur bók, bréf eða skrifblokk beint undir litla sjónvarpsmynda- vél, sem beint er niður á við. Og svo fylgist hann með myndinni af hinu prentaða eða skrifaða efni, sem fram kemur á skerminum. Hann getur síðan með fingrum sínum fært vélina upp eða niður, þangað til efnið sést sem bezt. Og hann getur fengið þá stækkun þess,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.