Úrval - 01.04.1971, Page 81

Úrval - 01.04.1971, Page 81
SKÝRSLAN SEM HNEYKSLAÐI ÞJÓÐINA 79 aðalkjarna efnisins í heild vekja saurlífisáhuga.“ Hæstiréttur lýsti ekki yfir því, að efnið yrði að vera algerlega án jákvæðs þjóðfélags- giltlis til þess að vera úrskurðað klámefni.“ Hæstiréttur lýsti aftur á móti yfir þessu í þessu sambandi: „Það er skilyrðislaus þáttur í sögu „Fyrstu stj órnarskrárbreytingar- innar“, að hún hafnar klámi sem efni, er sé algerlega án jákvæðs þjóðfélagslegs gildis.“ Það er aug- sýnilegt, að þessi yfirlýsing var ekki hluti af skilgreiningu Hæsta- réttar á því, hvað sé klám. ÞAÐ ER UNDIR YKKUR KOMIÐ Það ríkir mikil ringulreið og efi meðal almennings viðvíkjandi þessu flókna lögfræðilega vandamáli. En hvað er hægt að gera? Ég mælti aðallega með tvennu í minnihluta- skýrslu minni: í fyrsta lagi: Herferð í hinum ýmsu bæjar- og sveitarfélögum gegn klámi ætti að halda áfram af fullum krafti. Við ættum að krefj- ast þess, að klámsalar verði hand- teknir, dæmdir og fangelsaðir. í öðru lagi: Þjóðþingið ætti að setja lög, sem geti hindrað Hæsta- rétt í að ógilda klámdómsúrskurð aðeins vegna þess, að hann er ekki samþykkur ákvörðun undirréttar um það, hvað skilgreinast skuli sem klám. Það er viðurtekin meginregla, sem lengi hefur verið við lýði, að hlutverk Hæstaréttar sé að skoða lögin ofan í kjölin og ákvarða, hvernig beri að túlka þau, en að hann sé ekki réttur, sem vinna skuli að því að afla staðreynda. Everett M. Dirksen öldungadeild- arþingmaður hefur lagt þess konar lagafrumvarp fyrir Þjóðþingið, sem enn er óafgreitt. Slík lagasetning mundi „veita kviðdómum, skipuð- um borgurum hvers bæjar- eða sveitarfélags, leyfi til þess að ákvarða endanlega, hvort viss bók, tímarit eða kvikmynd sé klámefni eða ekki.“ Samtímis því mundi slík lagasetning hrekja á áhrifaríkan hátt hinar ofboðslega hlutdrægu niðurstöður nokkurra manna, sem læddu eigin hugmyndum sínum og skoðunum inn í skýrslu nefndar- meirihlutans. Afdrif þessa máls eru eingöngu undir almenningi komin. Borgarar geta setið með hendur í skauti, að- gerðarlausir með öllu, og látið hina siðferðilegu uppgjöf hafa sinn gang, vaxa og magnast. En þeir geta líka tekið þátt í herferðinni til þess að bægja burt klámflóðinu, einmitt núna, þegar slík ofboðsleg þörf er fyrir skynsamlegar hömlur á og varnir gegn því eitri, sem ógnar okkur og komandi kynslóðum. ☆ Sönglistin virðist vera á ihraðri niðurleið í Feneyjum. Raddlausu ræðararnir, og heir virðast orðnir nokkuð margir, eru n:ú allir með útvarpstæki í gondólu.m sínum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.