Úrval - 01.04.1971, Side 100

Úrval - 01.04.1971, Side 100
98 ÚRVAL máluð svört af mikilli nosturs- semi. Síðan var mér sýndur burst- inn, og ljómuðu þá andlit Kínverj- anna af illgirnislegri gleði. Sams konar sóðaskap gat svo að líta á neðri hæðinni. Þar voru allir vegg- ir útataðir, einnig hurðir og glugg- ar. Alls staðar gat að líta málning- arklessur og áróðursspjöld og miða. Að lokinni skoðunarferð þessari var mér sagt að tína saman það, sem ég þyrfti til daglegra nota, því að nú átti að flytja mig niður á neðri hæðina. Ég tók rúmlökin, sem enn voru rennblaut af málningu, og tók einnig með mér hreina skyrtu og nærföt, vasaklúta og náttföt. Ég bað leyfis til þess að mega fara inn í skrifstofuna mína til þess að ná í nokkrar bækur, en þá var mér bent á hurðarinnsiglið á ruddaleg- an hátt. Skrifstofan var bannsvæði. Af tilviljun lágu fjórar bækur á náttborðinu mínu. Ég tók þær upp og gaf til kynna, að ég vildi fá að taka þær með mér, án þess að ég þyrði að vona, að sú bón yrði veitt. Ég fékk að taka með mér „Skák- ina“ eftir Harry Golombek, og þeir höfðu heldur ekkert á móti „Hinu sanna Yoga“ eftir William Zorn. Þeir höfðu augsýnilega mikla vel- þóknun á „Kenningum og fram- kvæmd kommúnismans" eftir R. N. Carew Hunt, líklega helzt vegna þess, að utan á kápunni gat að líta mynd af hinum skeggprúða Karli Marx. (í rauninni opinberar bók þessi vankanta, ófullkomleika og rangar ályktanir kommúnismans). En fjórðu bókinni hentu þeir upp í rúmið með fyrirlitlegu hnussi, er skoða skyldi sem algera neitun. Það var „Doktor Zhivago“ eftir Boris Pasternak. Nýlega hafði birzt hörð gagnrýni í kínversku blöðunum um þetta rússneska verk, er var sagt einkennast af „villukenningum end- urskoðunarsinna“. Mér var skipað að fara með þess- ar flíkur mínar og bækur niður í lítið herbergi á neðri hæðinni, sem hafði áður verið herbergi bílstjór- ans míns, en hafði einnig að nokkru leyti verið notað sem geymsla. Þar var lítill svefnbálkur, þar sem hann hafði stundum hvílt sig í mestu hit- unum síðdegis. En herbergið var svo pinulítið, að svefnbálkur þessi komst þar fyrir rétt með naumind- um. Við hliðina var þvottaherbergi og salerni. Næst var ég neyddur til þess að beygja höfuð mitt í auðmýkt, með- an myndir voru teknar af mér. Síð- an kom túlkurinn aftur á vettvang til þess að gefa mér ýmsar fyrir- skipanir. Ég uppgötvaði það síðar, að hann hafði verið að þylja yfir mér inntak áróðursspjaldsins, sem límt var á bakið á mér. Þetta var „dómsuppkvaðning“ þessara ein- kennilegu „réttarhalda" yfir mér. Þessi dómsúrskurður hafði verið fjölritaður, mörgum klukkustund- um áður en „réttarhöldin“ hófust, og komið hafði verið með stórt upp- lag af þessu plaggi, sem var síðan klínt á veggi og hurðir víðs vegar í húsinu auk þess að skreyta bak mitt. Hann hreytti út úr sér orð- unum, er hann þuldi þetta yfir mér: „Númer eitt: Þú verður að hlýða vörðunum. Númer tvö: Þú verður að halda kyrru fyrir á því svæði, sem afmarkað hefur verið handa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.