Úrval - 01.04.1971, Page 105

Úrval - 01.04.1971, Page 105
GÍSL í PEKING 103 stöðugt erfiðara með að finna nýjj ar aðferðir til þess að hafa ofan af fyrir mér þessa endalausu daga. Morgun einn, er ég sat máttlaus og viljalaus framan á svefnbálki mínum, varð ég var við örlitla hreyfingu í einu horni herbergisins. Þetta var maur. Þessi litla skepna var að toga í og draga á eftir sér fiðrildisvæng yfir sprungurnar, sem voru á milli flísanna á steingólfinu. É'g horfði á þessar aðfarir sem berg- numinn. Maurinn hélt sína leið yfir „fjöll“ og ,,hyldýpisgjár“ þessa ójafna gólfs af óbilandi þrautseigju með lokatakmarkið eitt í huga. Og að lokum komst hann út í hornið við útihurðina, sem neglt hafði ver- ið fyrir að utanverðu. Þar skildi hann dræsuna eftir og hvarf niður í sprungu. Nokkrum augnablikum síðar birtist hann aftur, og nú voru nokkrir félagar hans í fylgd með honum. Nú hófust þeir handa við að koma fiðrildisvængnum inn um dyr „heimilis" síns. Þeir fóru að eins og húsgagnaflutningamenn og mjökuðu vængnum ósköp varlega inn um „dyrnar“ af endalausri þol- inmæði. Ég virti þá fyrir mér af geysilegri athygli. Og ég tók eftir því mér til gleði, er ég rétti loks úr mér, að heil klukkustund var nú liðin, frá því að ég hafði byrj- að að fylgjast með maurnum. Það var mér alveg óvænt og geysilega ánægja að hafa megnað að eyða svona löngum tíma án þess að hafa hugsað nokkuð um hinar hörmu- legu aðstæður mínar. Upp frá þessu fylgdist ég með maurunum í fangaklefa mínum tím- unum saman. Ég setti þrauðagnir í röð nokkrum fetum frá sprungunni þeirra og beið eftir því að skordýr- in fyndu þær. Oft bar ég saman af- köstin og mældi tímalengdina, er þrír, fjórir eða stundum fimm maurar „fóru í kapphlaup“ yfir klefagólfið í áttina til heimilis síns og ýttu feng sínum á undan sér eða drógu hann á eftir sér. Ég veðjaði á þá í huganum, og ég varð hálf- argur, ef sá, sem ég hafði veðjað á, brást vonum mínum. É'g minnist þess, er ég fylgdist með því af vaxandi gremju, þegar maurinn, sem ég hafði „veðjað á“, dró brauðmolann sinn hvað eftir annað niður í sprungu á milli tveggja gólfflísa. Hann togaði, lyfti og ýtti af öllu afli til þess að ná molanum upp úr holunni. En við átökin sveiflaðist hann til að nýju og hrapaði aftur niður í sprunguna. „É'g get ekki þolað heimsku," tautaði ég grimmdarlega við vesa- iings maurinn, sem skeytti þessum orðum mínum engu. „Ef þú sýnir þess engin merki, að þú hafir lært af mistökum þínum, neyðist ég til að drepa þig.“ Ég varð fáránlega reiður og æstur vegna þessarar hegðunar hans. En hann hélt bara áfram árang- urslausu erfiði sínu. Og skyndilega reis ég upp og traðkaði ofan á þessa óheppnu skepnu. Svo tók ég að þramma fram og aftur um gólfið. Og ég fann, að nú greip mig þung- lyndi að nýju, er ég fór aftur að hugsa um, hve aðstæður mínar væru aumlegar. Hvernig í ósköp- unum gat ég vænzt sanngjarnrar og tillitssamrar meðferðar af hendi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.