Úrval - 01.10.1973, Page 67
TENNUR FYRIR KÍNVERSKA TÍGRISDÝRIÐ
sérfræðingum heimsins varð óaf-
vitandi gjöf Bandaríkjanna til
Kommúnista-Kína. Lærður í loft-
aflsfræðum við MIT og Kaliforníu-
háskóla, en útilokaður frá banda-
rískum áætlunum, vegna samúðar
með kommúnistum. Er hann sneri
bitur í bragði til Kína, á ný, árið
1951, var hann fljótlega skipaður
yfirráðgjafi eldflaugaáætlana þar.
Eftir vinslitin við Sovétríkin árið
1960, sóttu kínverskir leiðtogar ann-
að til að vinna upp hið tæknilega
tap. Litlir hópar tæknifræðinga
ferðuðust um Evrópu í leit að og
til að komast yfir nákvæmnisupp-
götvanir, nýjustu sjálfvirku verk-
smiðjuvélarnar, tölvustjórnaða
rennibekki, slípivélar og mælitæki.
Þegar þessir tæknimenntuðu „sjó-
ræningjar" höfðu komist að niður-
stöðu um einstaka vél eða vélakerfi,
keyptu þeir eitt eintak eða tvö á-
samt miklum varahlutalager og
lestuðu því í skip til heimferðar. í
Japan lærðu Kínverjarnir tækni,
sem notuð er við framleiðslu á
transistorum og hina fullkomnu og
áreiðanlegu hringferliaðferð við
m-yndun ljóss, svo og hina saman-
þjöppuðu hringrás fyrir tölvur, á-
samt stjórntækjum fyrir eldflaug-
ar. Á meðan rauðu varðliðarnir
hömuðust þvert yfir Kína í menn-
ingarbyltingunni, sem hrundið var
af stað af Mao Tse-tung árið 1966,
til að halda byltingareldmóðinum
við, verndaði herinn flesta af hern-
aðarvísindamönnum í íbúðum sín-
um. Það voru kennarar í mann-
fræðum, vísindamenn í þjóðfélags-
fræðum og forstöðumenn í verk-
smiðjum sem voru niðurlægðir op-
65
inberlega og sendir í verksmiðjur til
að strita við hlið verkamannanna.
SMÍÐI SPRENGJUNNAR
Allt frá árinu 1961—62 hafði
bandaríska leyniþjónustan vakandi
auga á framgangi kjarnorkunnar í
Kína, með myndavélum í gervitungl
um og U-2 njósnavélum Þjóðernis-
sinna á Formósu. Þegar fyrsta kjarn
orkusprengja Rauða-Kína var
sprengd í Lop Nor við útjaðar Gó-
bíeyðimerkurinnar 16. október 64,
var það álitið stórkostlegt afrek,
sem kom þó ekki á óvart. Kínverj-
um hefur nú heppnast að sprengja
11 sprengjur, þá síðustu 11. nóv-
ember 1970. Árið 1967 voru þeir
búnir að ná valdi á vetnissprengj-
unni, þriggja megatonna sprengju
(jafngildir 3 milljónum tonna af
TNT) sannkölluð stórborgar-eyði.
Tilraunaröðin gefur til kynna, að
kínversku vísindamennirnir hafa
verið „reglusamir, hófsamir og
stundum djarflegir“, er haft eftir
opinberum aðila úr bandarísku
kjarnorkunefndinni. „Þeir gerðu fá
mistök.“ í afskekktum hluta Kína,
hundruð mílna frá sovétskum
stöðvum í Ytri-Mongólíu, virðast
Kínverjar vera að byggja aðra
mikla kjarnorkuframleiðslustöð,
nógu stóra til að tvöfalda núver-
andi framleiðslu þeirra á U-235, sem
notað er í kjarnaodda. Slík fjár-
festing mun gefa Kína auknar birgð
ir af kjarnaoddum. miklu sunnar
en núverandi stöðvar þeirra liggja,
sem staðsettar eru innan auðveldr-
ar árásarfjarlægðar frá stöðvum
Sovétmanna í Ytri-Mongólíu.
Sex af kjarnorkusprengjunum,