Úrval - 01.10.1973, Side 86

Úrval - 01.10.1973, Side 86
84 ÚRVAL og öðrum bæjum á Norður-írlandi, en ástandið hefur síst batnað. Breskar hersveitir eru að berjast við gamlan óvin, hinn írska lýðveld isher, IRA. Deilan: Skipting írlands. Árið 1921, við endi baráttunnar fyrir sjálfstæði frá Bretlandi, var eyjunni skipt milli hinna 26 ka- þólsku héraða í suðri, sem að lok- um urðu að hinu írska lýðveldi, og sex héraða í norðri, þar sem mót- mælendur voru í miklum meiri- hluta og kusu að vera áfram hluti af Bretlandi. En hinn ólöglegi IRA (hefur engin opinber tengsl við írska lýðveldið) ásamt mörgum kaþólikkum í báðum hlutum írlands sem hafa aldrei sætt sig við skiptinguna eru í dag að reyna að breiða út svo mikla skelf- ingu að Bretland neyðist til að sam- þykkja þó ekki sé nema af þreytu, að afhenda Ulster írska lýðveldinu. KÚLUR HANDA BRETUNUM Þetta ástand hófst tiltölulega frið- samlega fyrir þrem árum, með bar- áttu fyrir borgaralegum réttindum af hálfu hinna hálfrar milljón ka- þólikka á Norður-írlandi, sem kvört uðu undan hinni löngu mismunun í störfum, húsnæði og öðrum atrið- um af hendi hinna milljón mótmæl- enda. Mótmæla-göngufólk varð fyr- ir árás öfgafullra mótmælenda. Breskir hermenn voru sendir til Belfast og Londonderry árið 1969 til að koma í veg fyrir fjöldamorð. Undir þrýstingi frá bresku stjórn inni, sem hafði á bak við sig reiðan almenning í Bretlandi, gerði Ulster — með tregðu þó — röð endurbóta sem komu til móts við allar kröfur kaþólikka. En kaþólskir stjórnmála menn sem höfðu bragðað sætan sig- ur í fyrsta sinn á ævi sinni, vildu meira. Og það sem þýðingarmeira var, IRA sem var að mestu gleymt, skaut upp kollinum að nýju til að gera sér mat úr órólegu ástandinu. Margir beiskir kaþólikkar litu á hinar ofsafullu aðferðir IRA sem einu leiðina til að láta hinn alda- gamla draum þeirra um sameinað írland rætast. í augum bresku hermannanna eru skyldustörf þeirra í Ulster vonlaus og vanþakklátt verkefni. Hópar ka- þólikka í verkamannahverfum Bel- fast og Londonderry jusu yfir þá grjóti og stundum eldsprengjum. Að undanskildum örfáum grimmdar- legum hefndaraðgerðum sem til- kynnt hafa verið, hefur yfirgnæf- andi meirihluti bresku hersveitanna haldið sig aðdáunarlega í skefjum gegn stöðugri áreitni. Bretarnir hafa fundið að IRA notfærir sér að þeir eru undir ströngum skipunum að svara ekki skotárás ef hætta er á að hæfa saklaust fólk, með því að skjóta á þá í skjóli mannsafnaðar. í nokkrum tilfellum, þegar bresk- ur hermaður hefur verið felldur af leyniskyttum, hefur mannfjöldinn fagnað og sungið „Einn fallinn, fleiri koma á eftir“, þegar lík hans hefur verið borið á brott af félögum hans, grimmúðlegum á svip. SÁÐKORN BEISKJUNNAR Kaldhæðni örlaganna er þó það að Bretland er ekki mótfallið, í meginatriðum, sameiningu hinna tveggja írsku landa. Bæði íhalds- flokkurinn og Verkamannaflokkur-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.