Úrval - 01.10.1973, Page 127
SIGLINGATÆKNI VÍKINGA
125
tæki sín fullkomin, en komst að því,
að Ramskou hafði ákveðið stað sól-
arinnar með steininum af svo mik-
illi nákvæmni að ekki skeikaði
nema svo sem 5 gráðum til eða frá,
og er það meira en nægilegt fyrir
skip með þeim siglingahraða, sem
víkingaskipin höfðu. Þetta hefur
síðar verið reynt hvað eftir annað,
og sólarsteinninn alltaf svarað
þeim kröfum, sem til hans voru
gerðar.
I Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar
segir, er Þorvaldur Vatnsfirðingur
hafði látið drepa Hrafn og ræna á
Eyri (Rafnseyri): „í því ráni tóku
þeir Þorvaldur sólarsteininn, er
Guðmundur biskup (góði) hafði
gefið Hrafni.“ Ránsmennirnir hentu
steininum, því ,,er þeir voru farnir,
fundu heimamenn á Eyri sólarstein-
inn í flæðarmáli." Sagan gefur raun
ar þá skýringu, að þeir hafi ekki
mátt hafa sólarsteininn með sér,
því að Guðmundur biskup hefði átt
hann.“ Hitt er þó líklegra, að þeim
hafi sýnzt steinninn ómerkilegur,
og ekki kunnað skil á notkun hans
og hent honum eins og hverri ann-
arri steinvölu. (Um þetta er texta-
skýring í Sturlungaútgáfunni 1946,
en líklega hæpin í ljósi þess sem nú
er vitað um þennan stein og eðli
hans).
Nú er ekki nóg með það, að vík-
ingar hafi haft sólarsteininn.. Þeir
höfðu líka áttavitann, miðunarskíf-
ur og siglingatöflur að því er marg-
ir ætla. Vísindamenn hrista höfuð
sín og eru reiðir. Áttavitinn kom
ekki til Norðurlanda fyrr en í fyrsta
lagi um 1200, segja vísindamenn al-
veg gáttaðir. Um miðunarskífur
Ekki ósennilegt, að miðunarskífa
víkinganna hafi verið eitthvað í
þessum dúr.
eru engar sannanir, og hvað sigl-
ingatöflur snertir eru það uppfinn-
ingar, sem komu löngu síðar til
sögu. Ekki vilja allir taka undir
þetta. Sólarsteinninn hefur verið
reyndur, og segulmagnað járn var
lagt á tréflík í vatnsskál, og nálin
benti norður suður. Segulmagnaðir
steinar eru nokkuð algengir á Norð
urlöndum og ekki að undra þótt
menn hafi þekkt til þeirra. Það er
þetta. sem í sögum fornum er kall-
að „leiðarsteinn", þótt til þessa hafi
vafizt fyrir mönnum hvað við væri
átt með orðinu.
Um miðunarskífuna er það að
segja, að brot hefur fundizt (í Græn
landi), sem vart getur verið annað
en hluti af slíku tæki,
Á eyju norður á íslandi, Flatey á
Breiðafirði á ca. 65° n.br., sat mað-