Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 27

Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 27
„Það dreymdi mig,“ segir Halldór, „að kerling ein ferleg sækti að mér. Hafði hún í hendi sveðju eina mikla og kvað með dimmri röddu: „Skera, skera, skera.“ Átti ég fullt í fangi með að verjast ásókn hennar. Getið þið nú séð, hvort nokkur furða var, þótt ég hefði svefnfarir ekki góðar. Og sjaldan hef ég orðið jafn feginn að vakna af svefni, og var ég þó hvíldar þurfi. En seint mun ég gleyma flagði því, er að mér sótti.“ Förunautar Halldórs hlustuðu hljóðir á frásögn hans, þar til Þórður Brynjólfsson, Hreppamaður, rauf þögnina með þessum orð- um: „Ja, hún verður skefsin hún góa.“ Brátt hófust svo róðrar í Grindavík. Voru sjóveður góð, og fisk- aðist vel. Góa var síður en svo skefsin. Fengu þeir félagar enga skumpu alla vertíðina svo teljandi væri. En er leið á vertíðina, var á reiki einhver kvittur um að farið væri að bera á þunglyndi í rekkjunaut Halldórs í Krýsuvík, en ekki voru þeir á sama skipi á vertíðinni og höfðu ekkert saman að sælda. Þessi sjúkleiki manns- ins mun hafa ágerzt um sumarið, svo hafa varð gát á honum. En nálægt réttum um haustið réð hann sér bana. „Gat ég ckki varizt því, er ég frétti afdrif mannsins, að upp rifjaðist draumur minn í Krýsuvík. Líklega hefur skassið viljað ná til lagsmanns míns.“ Þannig sagðist Halldóri Teitssyni frá. Goðasteinn 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.