Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 27
„Það dreymdi mig,“ segir Halldór, „að kerling ein ferleg sækti
að mér. Hafði hún í hendi sveðju eina mikla og kvað með dimmri
röddu: „Skera, skera, skera.“ Átti ég fullt í fangi með að verjast
ásókn hennar. Getið þið nú séð, hvort nokkur furða var, þótt ég
hefði svefnfarir ekki góðar. Og sjaldan hef ég orðið jafn feginn
að vakna af svefni, og var ég þó hvíldar þurfi. En seint mun ég
gleyma flagði því, er að mér sótti.“
Förunautar Halldórs hlustuðu hljóðir á frásögn hans, þar til
Þórður Brynjólfsson, Hreppamaður, rauf þögnina með þessum orð-
um: „Ja, hún verður skefsin hún góa.“
Brátt hófust svo róðrar í Grindavík. Voru sjóveður góð, og fisk-
aðist vel. Góa var síður en svo skefsin. Fengu þeir félagar enga
skumpu alla vertíðina svo teljandi væri. En er leið á vertíðina,
var á reiki einhver kvittur um að farið væri að bera á þunglyndi í
rekkjunaut Halldórs í Krýsuvík, en ekki voru þeir á sama skipi
á vertíðinni og höfðu ekkert saman að sælda. Þessi sjúkleiki manns-
ins mun hafa ágerzt um sumarið, svo hafa varð gát á honum. En
nálægt réttum um haustið réð hann sér bana. „Gat ég ckki varizt
því, er ég frétti afdrif mannsins, að upp rifjaðist draumur minn í
Krýsuvík. Líklega hefur skassið viljað ná til lagsmanns míns.“
Þannig sagðist Halldóri Teitssyni frá.
Goðasteinn
25