Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 83
svarið var neikvætt og í næsta sinn líka. Þá dettur mér í hug að fara
til Kristínar, ekkju Markúsar heitins. Tók hún mér vel, enda var
þá spilið unnið. I næsta sinn þá segir Sveinn, að nú eigi strákur-
inn að koma um næstu mánaðamót, og lét ég þá ekki standa á
honum. Það heppnaðist vel með námið hjá þeim báðum, Sigurði
og Bjarnhéðni, þeir útskrifuðust hvor úr sínum iðnskóla, Sigurður
í Hafnarfirði og Bjarnhéðinn í Reykjavík. Báðir hlutu hæstu eink-
unn og heiðursverðlaun. Sigurður lærði trésmíði en Bjarnhéðinn
vélvirkjun, og eru þeir báðir mjög eftirsóttir hvor í sínu sriirfi, er
ég mjög ánægður með þessa útkomu hjá þeim bræðrum báðum. Nú
er eftir yngsti strákurinn, Pálmar á Syðri-Rauðalæk, og segir seinna
frá honum.
Á þessum árum, 1942 og 1943, hefur það borizt í tal hjá okkur
Ingólfi Jónssyni, kaupfélagsstjóra, að ég kæmi að Hellu og setti
mig þar niður sem smiður. Tók ég því ekki fjarri, en því aðeins
að það kæmi þar raforka og einhver vísir að verkfærum. Ég hugs-
aði mér, að ég fengi einn eða tvo smiði í félag við mig og við ætt-
um fyrirtækið í félagi. En það gat ekki tekizt; menn höfðu ekki
trú á, að það yrði til neins að setja á stofn þannig fyrirtæki. Það
mundi ekki verða nein atvinna hjá þeirri stofnun. Af sumum var
cg eggjaður á að fara út í þetta. Þegar svo var komið að ég fékk
ckki neinn í félag með mér, þá býður Ingólfur mér að kaupfélagið
leggi í það með mér og ég eigi í fyrirtækinu V3 hluta. Þetta varð
úr, að Kaupfélagið Þór byggði hús, sem það átti sjálft, en ég átti
V3 hluta af framleiðslunni. Þetta þótti mörgum mikil ráðleysa af
mér og hentu gaman að þessari fyrirtekt. Ég hafði frekar trú á
því, að eitthvað fengi ég að gera og sagði þeim, sem voru með
þessar hrakspár, að það byrjaði þá alveg nýtt líf hjá mér, ef ég
hefði ekkert að gera. Nú er ég búinn að vera við þetta í 24 ár
og hefur aldrei vantað vinnu.
Sumarið 1943 keypti kaupfélagið mótor og kom honum fyrir.
Átti. hann að framleiða Ijós í húsin og verkstæðinu orku, ef ein-
hver yrði vélin. Ekki tókst að ná í neina vél frá útlöndum, en ég
fékk þá Vélsmiðju Hafnarfjarðar til þess að smíða fyrir mig vél,
sem ég gat heflað og rist timbur í. Þetta var eins og hjá fátækum
frumbýling, cg nú mundi enginn maður láta sér detta í hug að líta
Goðasteinn
81