Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 53
Þctta er fyrsta skjalfcsta gjöfin, scm Langholtskirkja fær, cn að
io árum liðnum gefur þáverandi meðhjálpari kirkjunnar, Einar
Einarsson á Strönd, tvær ljósaálmur úr kopar. Það leið langur tími
þar tii þeir hlutir, sem skreyta kirkjuna nú komu, - þar til Ijósa-
hjálmarnir komu í loftið, lampar á veggi, altaristafla og söngtafla
í kór, hvað þá ofninn eða orgelið. Tímans vegna skal þeirri sögu
sleppt hér, en er merkilegur kafli út af fyrir sig.
1866 hreyfir séra Jóhann Knútur á Melhól þeirri hugmynd sinni
að sameina Meðallandsþing Ásasóknum og skrifar stiftsyfirvöldun-
um um þá hugmynd sína 6. ágúst 1867 og biður um samciningu
sóknanna fyrir sína embættistíð sökum erfiðs fjárhags síns. Þetta
er rætt í sóknunum og samþykkt „þótt prestur sitji á Melhól eða
Leiðvelli," eins og bændur í Skaftártungu orða það í sinni sam-
þykkt. Meðallendingar hafa málið til umræðu eftir messu 6. og 7.
runnudag eftir trinitatis, semja bréf og undirrita, en niðurlag þess
er þannig: „Sameiningin er okkur síður en svo ógeðfclldari, og vilj-
um við að yfirveguðum öllum ástæðum og kringumstæðum prests
okkar, miklu fremur að því styðja með okkar undirskrifuðum nöfn-
um.“ En í byrjun vetrar 1867 tilkynnir sr. Jóhann prófastinum, að
hann falli frá bón sinni um sameiningu brauðanna, enda synjaði
biskup málaleituninni, en 2 árum síðar flutti séra Jóhann Knútur að
Einholti á Mýrum.
Nú líða 6 ár þar til prestur er settur í Langholtssókn, en pró-
fasturinn á Mýrum, séra Jón Sigurðsson, gegnir hér aukaþjónustu,
þar til vorið 1875 að séra Brynjólfur Jónsson tekur við kallinu. Hann
sezt að á Strönd, en flytur vorið eftir til Víkur. í næstu 12 ár gegna
nágrannaprestar hér þjónustu, prófasturinn á Mýrum og sr. Hann-
es Stephensen á Mýrum, séra Brandur Tómasson í Ásum og séra
Bjarni Þórarinsson á Kirkjubæjarklaustri. Séra Jón B. Straumfjörð
tekur við kalli hér vorið 1888, sezt að á Eystri-Lyngum, en dó á
Langholti hjá Ingibergi Ólafssyni 28. janúar 1890. Þá gegnir hér
aukaþjónustu séra Bjarni Einarsson á Mýrum til 1892, en þá var
séra Gísli Jónsson vígður hingað 30. október 1892. Hann sat á Lang-
holti og var þar til vorsins 1900, er hann fluttist að Mosfelli í
Grímsnesi, síðastur presta er sat í Meðallandsþingum. Enn er þeirra
prestshjóna minnzt hér af gömlum Meðallendingum, og margir
Godasteinn
51