Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 15

Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 15
Víða er getið um reyniviðinn í fornum sögum og hefir hann ein- hvers konar helgi á sér. I Snorra-Eddu er sagt frá því, að hann hafi orðið Þór til lífs, er hann óð yfir ána Vimur og sé því nefndur „björg Þórs“. Sumir fræðimenn telja, að nafnið Þorbjörg sé af þessu dregið. I Geirmundar þætti heljarskinns segir svo: „En sá var einn hvammr í landi Geirmundar, at hann kvaðst kjósa á brott ór land- inu, ef hann mætti ráða, ok mest fyrir því, - „at sá er einn staðr í hvamminum, at ávallt, er ég lít þangat, þá skrámir þat ljós fyrir augu mér, at mér verðr ekki at skapi. Ok þat ljós er ávallt yfir reynilundi þeim, er þar er vaxinn einn samt undir brekkunni.“ Ok þat fylgdi, ef nökkuru sinn varð búfé hans statt í hvamminum, þá lét hann ónýta nyt undan á því dægri.“ Einnig er sagt frá því, að smalamanni hans hafi orðið það á, þegar hann var að reka fé úr hvamminum, að nota reynivönd. Geir- mundur reiddist og hýddi smalamann sinn, en vöndinn lét hann taka og brenna í eldi, en búfé sitt lét hann reka í haga og ónýta nyt undan á þeim degi. Allt fram á þessa öld mun sú trú hafa haldizt í Skaftafellssýslu, að ekki megi lemja fénað með reyniviði. Fróðlegt væri að heyra meira um þetta, ef einhverjir kynnu frá að segja. Reyniviðurinn er talinn vera óbrigðulasti sakleysisvottur, er hann hefir sprottið á leiðum þeirra, sem sökum hafa verið bornir og líflátnir án þess að hafa getað sannað sýknu sína í lifanda lífi, og var það trú manna, að hann yxi upp úr blóði þeirra. Sem kunnugt er, var mikill átrúnaður á einstökum trjám meðal margra þjóða áður fyrr. Hér á landi var reynirinn ímynd jóla- trésins, og sagt var, að á jólanótt brynnu ljós á öllum greinum hans. Ekki þótti ráðlegt að nota reynivið til smíða. Þegar þetta er skoðað í ljósi þess, að hann er mjög meyr trjátegund og heldur því ekki nöglum, er ofur eðlilegt, að menn hafi haft af honum lítil not. Efalaust hefir þetta átt sinn þátt í þeirri hjátrú, sem á honum hvílir. Sagt er, að ekki mætti hafa reynivið til skipasmíða, því að þá færist skipið, nema einir væri einnig notaður. Þá mátti ekki nota Goðasteinn 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.