Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 50

Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 50
er úti og hún lekur öll, þegar nokkuð rignir til muna, einkum af suðri. 1 kórgluggana vantar þrjár rúður, enda eru þeir allir gengnir úr fellingum, svo rúður tolla varla í þeim. 1 vetur leið brotnuðu 4 langbönd í kirkjunni, i í kórnum og 2 í framkirkjunni, og hefði reisifjölin með þekjunni fallið inn á þessum stöðum, hefðu ekki styttur 8 að tölu verið þar undirreknar. Reisifjölin öll var fúin og hér og hvar sloppnar fjalir í henni. í framkirkjuna vantar þiljur í þremur stafgólfum, og á kórgólfinu er stórt fúagat fyrir framan gráturnar og framkirkjan að kalla gólflaus, þegar frátekst gangur- inn milli stólanna." Að lokinni visitasíu er fundur haldinn að Langholti. Nokkrir sóknarbændur eru mættir, þ. á. m. hinn nýskipaði hreppstjóri, Ingi- mundur Eiríksson þá í Oddum. Hann tilkynnir umbm. tvennt í um- boði sóknarbænda. 1. Sóknarbændur fara ekki oftar inn í þessa kirkju. 2. Vcrði kirkjan ekki reist á þessu ári, gjalda sóknarbændur kirkj- unni ekkert næsta ár. Umboðsmaður ákveður nú í samráði við prófastinn, að kirkjan skuli þegar rifin og endurbyggð í Langholti, en hin ónýtu tré gömlu kirkjunnar sett á uppboð, og um leið eru þeir snikkararnir Páll Pálsson og Sigurður Sigurðsson ráðnir til að halda söguninni áfram. Nokkru síðar er kirkjan rifin, en 22. júní eru hinir gömlu, fúnu og brotnu viðir hennar seldir á uppboði. Boðin voru 19 en andvirðið 38 ríkisdalir. Þessa dagana er grunnur hinnar nýju kirkju byggður, en Páll snikkari stjórnar því verki. Þá um veturinn höfðu sóknar- bændur sagt hreppstjóra sínum, að yrði grunnur kirkjunnar ekki lagður fyrir 22. júní, myndu þeir ekkert við það vinna. Á næsta hausti hefjast flutningar frá Eyrarbakka. Bændur flytja það, sem til var ætlazt, en einhverra hluta vegna neita þeir að flytja sauminn. Jóhannes snikkari Jónsson kemur ásamt félaga sínum, Gesti Gunnarssyni, frá Reykjavík um mánaðarmótin ágúst- september. Með þeim eru ráðnir við bygginguna sögunarmennirnir og eflaust fleiri úr Meðallandi. Um þetta leyti er líka verið að undirbúa kirkjubygginguna í Þykkvabæ í Veri. Veringar voru þá búnir að sækja sinn saum, og lánuðu nú Meðallendingum, sem lofuðu að sækja sauminn út á Bakka, þegar smíði kirkjunnar væri 48 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.