Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 43
kvöldi var soðið innan úr hálfri annarri kind. Síðast var soðinn
blóðmör á aðfangadagskvöld. Svið voru til matar á laugardögum
og sunnudögum. Upp úr jólum var alltaf kjötsúpa til kvöldmatar,
með tveimur spaðbitum handa hverjum manni. Það var svoddan
jafnaðargirnd á öllu á Reynifelli. Þá var ríflega tekið til hangi-
kjöt fyrir blessaða helgu dagana, jólin, páskana og hvítasunnuna
og marga aðra, svo sem nýár, þorradaginn fyrsta og sprengidag-
inn.
Fyrst þcgar ég man til, voru vefstaðir óvíða. Margir í Þykkva-
bænum komu vefjarefni sínu til manna uppi í Holtum. Hann Bjarni
á Rauðalæk kunni vel til þess að vefa fyrir hana mömmu, vormel-
dúk, vaðmál og brekán. Þuríður í Árkvörn kenndi mér allan vefn-
að og lét mig vefa fyrir heimilið, eftir því sem þörf krafði. Einnig
iét hún mig vefa mikið fyrir aðra.
Sama verk var mér fcngið á Reynifelli. Eftir sláttinn var farið
að undirbúa fyrstu voðina. Við vorum fjórar vinnukonurnar og
r.punnum allan þráðinn ásamt húsmcður ckkar af mesta kappi.
Guðmundur Gunnarsson vinnumaður kcmbdi hjá húsmóðurinni,
cn við vinnukonurnar bjuggum ckkur í hendur, tókum ofan af, táð-
um og kembdum, hver hjá sér.
Ég setti vefinn til, þegar búið var að vinna þráðinn og sat svo
við að vefa frá þvi snemma á morgnana og þangað til seint á
kvöldin. Stúlkurnar áttu að spinna jafnóðum í veftinn. Ekki mátti
standa á honum. Alltaf varð að losa vefstaðinn fyrir jólin. Eftir
jól var hann settur upp að nýju. Mikils þurfti með til fatnaðar og
rúmfata; ekkert af því tagi, eða sem ekkert, var keypt úr kaup-
staðnum.
Einu sinni var ég léð að Vatnsdal til Magnúsar Árnasonar og
konu hans, Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Stóruvöllum, til að
vefa 30 álnir í peysuföt. Ég kom því af á viku, og þótti húsbændun-
um það vel að verið. Seinna óf ég þar svuntuvoð.
Tvisvar var fært frá á Reynifelli hvert sumar. Fært var frá eldra
fénu í 11. viku sumars, venjulega 100 fjár. Viku seinna var fært
frá tvævetlunum. Aldrei voru mjólkaðar nema tvær mjaltir í mál.
Miklu skyri var safnað í ker eða sái til vetrarins. Vel söltuðu
smjöri var drepið yfir skyrið, þegar það var búið að brjóta sig.
Goðasteinn
41