Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 43

Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 43
kvöldi var soðið innan úr hálfri annarri kind. Síðast var soðinn blóðmör á aðfangadagskvöld. Svið voru til matar á laugardögum og sunnudögum. Upp úr jólum var alltaf kjötsúpa til kvöldmatar, með tveimur spaðbitum handa hverjum manni. Það var svoddan jafnaðargirnd á öllu á Reynifelli. Þá var ríflega tekið til hangi- kjöt fyrir blessaða helgu dagana, jólin, páskana og hvítasunnuna og marga aðra, svo sem nýár, þorradaginn fyrsta og sprengidag- inn. Fyrst þcgar ég man til, voru vefstaðir óvíða. Margir í Þykkva- bænum komu vefjarefni sínu til manna uppi í Holtum. Hann Bjarni á Rauðalæk kunni vel til þess að vefa fyrir hana mömmu, vormel- dúk, vaðmál og brekán. Þuríður í Árkvörn kenndi mér allan vefn- að og lét mig vefa fyrir heimilið, eftir því sem þörf krafði. Einnig iét hún mig vefa mikið fyrir aðra. Sama verk var mér fcngið á Reynifelli. Eftir sláttinn var farið að undirbúa fyrstu voðina. Við vorum fjórar vinnukonurnar og r.punnum allan þráðinn ásamt húsmcður ckkar af mesta kappi. Guðmundur Gunnarsson vinnumaður kcmbdi hjá húsmóðurinni, cn við vinnukonurnar bjuggum ckkur í hendur, tókum ofan af, táð- um og kembdum, hver hjá sér. Ég setti vefinn til, þegar búið var að vinna þráðinn og sat svo við að vefa frá þvi snemma á morgnana og þangað til seint á kvöldin. Stúlkurnar áttu að spinna jafnóðum í veftinn. Ekki mátti standa á honum. Alltaf varð að losa vefstaðinn fyrir jólin. Eftir jól var hann settur upp að nýju. Mikils þurfti með til fatnaðar og rúmfata; ekkert af því tagi, eða sem ekkert, var keypt úr kaup- staðnum. Einu sinni var ég léð að Vatnsdal til Magnúsar Árnasonar og konu hans, Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Stóruvöllum, til að vefa 30 álnir í peysuföt. Ég kom því af á viku, og þótti húsbændun- um það vel að verið. Seinna óf ég þar svuntuvoð. Tvisvar var fært frá á Reynifelli hvert sumar. Fært var frá eldra fénu í 11. viku sumars, venjulega 100 fjár. Viku seinna var fært frá tvævetlunum. Aldrei voru mjólkaðar nema tvær mjaltir í mál. Miklu skyri var safnað í ker eða sái til vetrarins. Vel söltuðu smjöri var drepið yfir skyrið, þegar það var búið að brjóta sig. Goðasteinn 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.