Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 77
Þórður Tómasson:
Skyggnzt um belcki í byggðasafni, XV
Helgur kross
Gestir, sem hcimsækja byggðasafnið í Skógum, spyrja stundum:
Hver er nú elzti hluturinn hér í safninu? Ég kemst þá í nokkurn
vanda með að svara. Það er fyrst um 1500, sem ártöl fara að skjóta
upp kollinum á varðveittum gripum Islendinga, og þá átti þjóðin
þó 600 ára sögu í landinu. Vafalaust hittast gripir í Skógasafni
frá fornöld og miðöidum en vart fleiri en svo, að telja megi á
fingrum beggja handa. Útlit og gerð gripa geta greint aldur, en
eru þó ekki einhlýt, því söguöld og miðaldir lifðu í atvinnutækj-
um Islendinga fram á 19. öld og jafnvel lengur.
Landslög kveða á um rétt Þjóðminjasafnsins til forngripa. Þau
voru sett og samþykkt árið 1907 að frumkvæði Matthíasar Þórðar-
sonar þjóðminjavarðar og gilda óbreytt til þessa dags, þótt aldrci
hafi að fullu verið eftir þeim farið. Aðeins eitt minjasafn var í
landinu, er „Lög um verndun fornmenja“ voru sett. Nú cru mörg
byggðasöfn til orðin, og öll hafa þau fengið til forráða gripi, sem
„stóri bróðir“ gæti e. t. v. af þeim heimt, ef hann vildi valdi beita,
en byggðasöfnin hafa þróazt í friði og velvilja allra afla og notið
margrar fyrirgreiðslu af hálfu Þjóðminjasafnsins. Ekki er því þó
að leyna, að hér sem annars staðar hæfir, að réttur sé fyrir hendi.
Bezt er, að hver hafi sitt, og þá hefur skrattinn ekkert, sagði gamla
fólkið. Ber að vænta þess, að ný lög um þjóðminjar gefi söfnum
einstakra landshluta eða héraða aukinn rétt til varðveizlu fornra
gripa, því vafalaust mun þróun tímans hefja sum þeirra til sömu
aðstöðu varðandi aðbúnað og hirðingu forngripa og Þjóðminja-
safnið býr við.
Ungi Fljótshlíðingurinn, Guðmundur Magnússon á Kotmúla, sem
fann sögualdarspjótið, sem nú er bezt til ofan moldar á íslandi,
hugði, að beina mætti því til safnvarðarins í Skógum, en hann
flutti það eins og skurnlaust egg suður í Þjóðminjasafn, sem eitt
átti rétt á því og citt var fært um að leysa það úr álögum ald-
Goðasteinn
75