Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 37
Hjónin á Fossi, Hafliði og Guðrún.
Þessi hjón, Hafliði og Guðrún, voru miklir dugnaðarmenn og að
sama skapi vel verki farin. Hafliði var listfengur spónasmiður, sá
síðasti, er smíðaði Rangæingum spæni til að koma spónamat til
munnsins, Guðrún ein hin listfengasta tóskaparkona, sem völ var
á. Ætli margir muni enn ekki eftir ferðafötunum, sem hún kom
upp handa honum Ragnari Ásgeirssyni ráðunaut? Ég veit ekki bet-
ur en þau séu enn til og sómi sér vel. Frá Guðrúnu eru komin
einhver fegurstu sýnishorn, sem ég hcf fengið af þræði og bandi.
Þráðurinn hennar var svo fínn, að hægt var að nota hann í stað
tvinna í saumavél. Geri aðrir betur.
Hjá þessari konu hefði ég þurft að dvelja heilan dag, já marga
daga, en viðstaðan varð lítið meira en tveir tímar, ef ég man rétt,
og hérna er nokkuð af eftirtekjunni:
Heima í Pykkvabæ
Eg ólst upp hjá góðum foreldrum, og aldrei man ég eftir mikilli
fátækt hjá honum pabba; hann fiskaði svo vel. Allt varð þó að
Goðasteinn
35