Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 92
hann eitt sinn nokkuð harkalega, hvort ekki væri dýrt að rcka
þessa stóru, amerísku bíla á íslandi.
Ágúst Þorvaldsson alþingismaður á Brúnastöðum skrifar: Beztu
þökk fyrir Goðastein . . . Vil ekki missa af neinu í því ágæta riti,
sem ég tel nú bezt slíkra rita á íslandi og lítið gjald greitt fyrir á
þessari viðreisnaröld.
Vilhjálmur Einarsson, Engjavegi 22, Selfossi skrifar: í Goðasteini,
1. og 2. hefti 1965, eru birtar tvær útgáfur af orðtaki Brynjólfs bisk-
ups. Sú þriðja gæti verið svona - og hún finnst mér fara bezt:
Leit ég þrennt
ljótast í heimi,
aldrei heyrði ég
af því raupað:
siðuga mey
í solli drengja,
kjöftugan ungling,
konu drukkna.
Ekki veit ég, hvort til eru gamlar heimildir um þetta orðtak bisk-
upsins og ekki heldur, hvort hann hefur haft brageyra, en í slíku
eyra hljómar þessi gerð sínu bezt.
Ólafttr Runólfsson frá Berustöðum í Holtum sendir ljóðakveðju:
Ef úr hversdags önn mig slít,
áhyggjum og masi,
í Goðastein þá gjarnan lít
og gleymi dagsins þrasi.
Hjá feðrum vorum finn ég það,
var fæðuskammtur naumur.
Einnig fljótið óbrúað
oft var þungur straumur.
Fyrir að hafa fært á blað,
forðað gleymsku og tjóni,
gjarnan vil ég þakka það
Þórði, og líka Jóni.
90
Goðasteinn