Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 60
líktist þá nokkuð iúðraþyt cn þó heldur veikari, er hlustað var
nánar. Stanzaði ég þegar og leit í kringum mig og veitti því þegar
athygli, að hinir eru líka stanzaðir. Heyri ég um leið, að Magnús
Jónsson, sem næstur var mér, kallar til Guðmundar, hvort hann
heyri nokkuð. Segir hann svo vera, enda reyndist svo við saman-
burð, að allir höfðum við heyrt þetta undir eins og, að því er
virtist, í svipaðri tónhæð, er við bárum þetta saman, en vegalengdin
þó þessi, sem ég áður hef um getið (ca. 3 km), millum okkar, er
fjærst gengum.
Ekki viljum við nú ákveða með vissu, hversu lengi við heyrð-
um þetta, en varla mun það hafa varað lengur en sem svarar
tveimur mínútum. Eftir það hvarf það jafn snöggt eins og það
kom fyrst, þó ef til vill heldur lægra, en það skiptir ekki miklu máli.
Hitt skiptir meiru og verður að sjálfsögðu torskilið, hvað við heyrð-
um þarna. Og eftir hverjum leiðum barst það okkur til eyrna
þarna í miðri heiðinni?
Mér varð fyrst til að hlaupa á næsta hól, er hátt bar yfir, ef
vera kynni að ég sæi eitthvað, er skýrt gæti þennan einkennilega
atburð, en svo var ekki, síður en svo; hér var ekkert það sýnilegt,
er á nokkurn hátt gæfi svar, enda héðan 4-5 km leið skemmst til
byggða. Því skal aðeins skotið hér inn, að þetta sama kvöld var
haldin skemmtun í samkomuhúsi Hafnahrepps. Komst þetta þá
til tals við ýmsa, og hafði enginn neitt slíkt heyrt þennan dag og
þá heldur engin útvarpstæki í hreppnum.
Oft hef ég síðan brotið heilann um, hvað þetta hafi verið, er
við heyrðum þarna, en ekkert sennilegt svar fengið og fæ trúlega
ekki. Vafalaust hefði þetta fyrr á tímum verið talið stafa frá huldu-
fólki eða einhverju slíku og það því fremur, sem þetta var svo
nærri áramótum, en ég fullyrði, að enginn okkar var í neinum slík-
um hugleiðingum þarna, enda, að ég held, ekki neitt trúaðir á
slíkt. En hvað sem því öllu líður, þá skeði hér eitthvað mjög óvenju-
legt, miðað við allar aðstæður.
Hjá mér hefur, síðan þetta skeði, oft vaknað sú spurning, hvort
ekki geti skeð, að einhverjir staðir hér á jörð verði undir alveg
sérstökum skilyrðum svo hrifnæmir fyrir hinum ýmsu tóntegundum
á öldum ljósvakans, að úr verði einskonar útvarpsstöð eða öllu
58
Goðasteinn