Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 33
Jónas Jónasson var kvæntur Þórunni (d. 1933, 75 ára) Stefáns-
dóttur Ottesens bónda Hlöðutúni í Borgarfirði Péturssonar. Varð
þcim 8 barna auðið, 7 sona og einnar dóttur. Aðeins tveir synir eru
nú á lífi, Jónas Rafnar yfirlæknir Kristnesi og Friðrik Rafnar vígslu-
biskup Akureyri.
III.
Ég hef nú rakið náms- og starfsferil Jónasar Jónassonar. Er sú
frásögn ekki ómerkileg fræðsla um manninn, en nægir þó engan
veginn til að lýsa eðliskostum þessa fjölfróða og vitra manns.
Skýrsla mín sýnir oss þó eitt göfugt dæmi þess, hversu félaus sveinn
og umkomulaus hefur hafizt af sjálfum sér til menningar og mik-
illa mannvirðinga sakir gáfna og göfugs ætternis. Kostir þeir, er
Jónas átti við að búa bæði í uppvexti og cmbætti voru sannarlega
kröpp kjör. En þrátt fyrir erfiðleikana, fátæktina og fásinnið tókst
honum að afla sér víðtækrar þekkingar. Mun Jónas hafa verið
meðal fjölfróðustu presta og embættismanna sinnar samtíðar. Bóka-
kost átti hann mikinn og góðan. Námgirni hans var alla ævi mikil
og óbilandi. Þegar þess er gætt, að hann var jafnan heilsuveill og
varð að vinna ritstörf sín í hjáverkum, gegnir furðu, hverju hann
fékk afkastað.
Af ritverkum Jónasar virðast mér íslenzkir þjóðhættir merkileg-
astir. Mun sú bók halda minningu hans á loft, meðan þjóðleg fræði
eru rækt og íslenzk tunga má haldast í landinu. Sú gifta fylgdi rit-
störfum og embættisstörfum Jónasar - er það nokkur umbun elju
hans - að nú líta íslendingar á hann sem merkan fræðimann á
íslenzk fræði, skáld og höfuðklerk.
Islendingar hafa löngum verið fátalaðir um hugrenningar sín-
ar, minnugir þess er skrifað stendur:
Hugr einn þat veit,
er býr hjarta nær . . .
En hér er sú bót í máli að Jónas Jónasson var skáld og rithöf-
undur. Skáldin eru oft opinská og segja oft hug sinn beint og ó-
beint.
Goðastehm
31