Goðasteinn - 01.03.1969, Side 6

Goðasteinn - 01.03.1969, Side 6
til Kjaransvíkur í sama hreppi. Hefur mér verið sagt, að meðan mamma lifði hafi þeim búnazt þarna vel. En svo kom reiðarslagið, því að hinn 28. apríl 1898 andaðist móðir mín úr barnsfararsótt. Eftir það fór faðir minn með mig til Hesteyrar og þar var ég næstu fimm ár ævinnar, tvö ár með föður mínum og þrjú ár á Reyrhól hjá Ragnheiði og Guðbjarti, hjónum þar. Mér fannst, að á Reyrhól væri ég í vandalausra höndum, því að lítill var leiktíminn, en mjög fengizt við þau störf, sem fullorðnir töldu hæfa litlum dreng. Man ég vel, að ég mátti bera vatn flesta daga og svo ýmsa súninga, er til féllu. Vel man ég og glöggt, að á Hesteyri voru talsverð um- svif, því að Norðmenn ráku þar hvalveiðistöð og var þar margt Norðmanna. Voru talsverð samskipti milli innlendra og þeirra út- lendu. Verzlun var á Hesteyri, útibú frá Ásgeirsverzlun á ísafirði. Verzlunarstjóri var Sigurður Pálsson, bróðir Gests skálds Páls- sonar. Hein ilið á Reyrhól var talið með efnaðri heimilum á Hesteyri og var þó búið ekki stórt. M'innir mig að þar væru tvær kýr, nokkr- ar kindur og eitt hross. En aðal björg í bú var sjávarafli. Hér var hagsýni og sparsemi í heiðri höfð og komust þorpsbúar vel af efna- lega, þó það færi á annan veg löngu síðar. Á heimili því, sem ég var á síðustu þrjú árin mín í Sléttuhreppi, var ekki margt um manninn, venjulega 4-5 manns, hjónin, dóttir þeirra, ég og svo vinnukona. Vel man ég eftir fjöru og skeljum og virtist mér dýrlegt að leika mér að skeljum og leggjum, því eigi voru önnur leikföng. Vorið 1903 var ákveðið að ég færi til föður míns, sem var þá búinn að festa kaup á höfuðbólinu Bræðratungu í Biskupstungum. Átti ég fyrst að fara frá Hesteyri til Aðalvíkur gangandi, en svo þaðan á opnum báti til ísafjarðar og því næst með „Cercs“ til Reykjavíkur. Tvær stúlkur voru sendar með mig göturnar frá Hest- eyri til Aðalvíkur. Höfðu þær margt að tala um og urðu þess ekki strax varar, þegar ég tók sprettinn til baka. En brátt rönkuðu þær við sér og náðu kauða eftir talsverð hlaup. Ég var sem sé ekkert á því að leggja þannig út í hið ókunna. Ferðin gekk vel til Aðalvíkur og einnig með bátnum til Isafjarð- ar, þar sem Ceres beið. Minnist ég þess, hvað mér þótti skipið nýstárlegt og ekki dró það úr gleði minni, að þá bragðaði ég app- 4 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.