Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 47
yfirsmiður ráðinn, Jóhannes snikkari Jónsson frá Reykjavík, en :
apríl árið eftir kom hann að Langholti til þess að skoða trén, sem
ætluð voru til kirkjubyggingarinnar, en voru þá öll ósöguð. Hann
telur að 4 menn þurfi þá staðfast að vinna sumarlangt við sög-
unina, svo hægt verði að byggja kirkjuna á næsta ári. Og yfir-
sögunarmaður er ráðinn, Páll Pálsson snikkari, þá á Mýrum í Álfta-
veri, og með honum þrír aðrir, þ. á, m. Sigurður snikkari Sigurðs-
son á Kirkjubæjarklaustri. Um áramótir. 1862-63 segir umboðs-
maðurinn Jón á Höfðabrekku í bréfi til amtmanns ,,að hann hafi
nú bestillt allt það, sem þurfi til Langholtskirkju hjá Thorgrímsen
kaupmanni á Eyrarbakka, en það var: 12000 af 4-tommu saum,
nooo af treitommu, 1000 stifti, 2 kagga af tjöru, 48 glasrúður, 16
pund af kýtti, 2 lása og dörrbeslag, 32 pund af dökkleitum íarfa,
40 potta af fernis, 10 potta af terpentínu og 24 pund af sinkhvítu."
Þetta allt, segir hann, að komi með fyrstu skipum í vor, og legg-
ur síðan fyrir hreppstjórann að sjá um, að bændur í sókninni, sem
skyldir séu til þessarra flutninga, sæki það hi ðfyrsta þeir geti,
eftir að það er komið á Eyrarbakka, en Thorgrímsen hafi lofað
að haga því svo til, að ekkert sé þyngra en klyf.
Sumarið 1862 eru tré rist á Langholti, bitar, stoðir, stífur, lang-
bönd, sperrur og fjalviður. En sögun lýkur ekki þá. Það veldur
umboðsmanni áhyggjum, og þar að auki sér hann, að kostnaður
muni verða meiri en yfirsnikkarinn gerði í fyrstu áætlun um. Sög-
unarkostnaður var áætlaður 260 ríkisdalir, en eftir sumarið 1862
var hann orðinn 363 rd. 36 sk., og sögun ekki nærri búin. Umboðs-
maður býst við, að allt verði dýrara en í fyrstu var áætlað - „og
þar að auki verð ég að borga fæði hinna fátækari sóknarmanna í
Langholtssókn við kirkjuerfiðið, þegar þar að kemur,“ - en það
reyndist síðar verða 11 rd. 8 sk.
En sóknarmenn hér í Meðallandi áttu líka sín deilu- og áhyggju-
efni í sambandi við endurbyggingu kirkjunnar. Kirkjan skyidi nú
byggð úr varanlegasta efni þess tíma, sem hér var tiltækt, svo
fyrirsjáanlegt var að hún stæði á þeim stað, þar sem hún yrði nú
byggð, um tugi ókominna ára. Þar yrði engu um breytt.
Það var deilt um, hvar hún skyldi vera endurbyggð, og það um
mörg ár. 16. marz 1859 skrifuðu bændur á Efri- og Syðri-Steinsmýri,
Goðasteinu
45