Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 14
Ágúst H. Bjarnason:
Reyniviður
Talsverð hjátrú loðir við ýmsar plöntur, er vaxa hér á landi, og
í trúarbrögðum frumstæðra þjóða koma plöntur víða við sögu.
Lækningamátt plantna hafa mennirnir þekkt frá alda öðli, og gekk
það oft kraftaverki næst, hve skjótan bata menn hlutu, er þeir
höfðu neytt ýmissa plöntutegunda. Líklega hefir þetta valdið því, að
lækningamáttur plantna var tengdur töfrum. Margvísleg trú var
á plöntum. Til að mynda áttu hjartalaga blöð að lækna hjartveiki,
nýrnalaga blöð nýrnaveiki o. s. frv. Steinbrjótstegundir þóttu góðar
við blöðrusteini, og er hið latneska heiti þeirra af því dregið (Saxi-
fraga; lat. saxum = grjót og lat. frangere = brjóta). Hér á landi
munu margir hverjir drekka te af vetrarblómi til þess að bíða bót
meina sinna og hefir það gefið góða raun. Mjaðurtin var notuð til
að finna þjófa, og lásagras eða ferlaufasmárinn (Paris quadrifolia
L.) lýkur upp hverri læsingu, sem hann er borinn að.
Reyniviðnum (Sorbus aucuparia L.) fylgu níu náttúrur góðar og
níu vondar. Hann er af rósaættinni (rosaceae) og telst til undir-
ættar, sem nefnist apaldursdeild (pomoideae; lat. pomifer = sá,
sem ber epli), en apaldur merkir „eplatré“. Reynirinn blómgast í
júní, og eru blómin mörg saman í stórum hálfsveipum, hvít á lit. I
september þroskast berin, og eru þau hárauð á lit og súr á bragðið.
Þau þykja góð í mauk, og einnig var búið til seyði úr þeim. í grasa-
fræði Odds Hjaltalíns segir, að „berin þurrkuð, etin 10 á morgni
og io á kvöldi, er gott meðal móti blöðrusteini."
12
Goðasteinn