Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 87
Jón R. Hjáltnarsson:
Veiðibrellan
Smásaga
Hún cr falleg Langáin, þar sem hún liðast í bugðum og sveigum
um grösuga sveitina og fellur loks til sjávar nokkru fyrir austan
kaupstaðinn. Og þessi á er ekki aðeins mikil sveitarprýði. Hún er
líka ein af beztu veiðiám landsins að fornu og nýju. Sú var tíðin,
að bændurnir í sveitinni með skylduliði sínu stóðu fram í myrkur
með net í ádrætti í þessari á, óðu upp undir hendur eða sund-
hleyptu í dýpstu hyljunum og mokuðu spriklandi laxi og silungi
á iand. Mikil var veiðigleðin, þegar hncllnir strákar hentu sér yfir
stærstu laxana í fjöruborðinu til að koma í veg fyrir að þeir slyppu
út í ána aftur. Og ekki minnkaði fiskigengdin, þótt mikið væri
veitt á stundum. Alltaf nóg fyrir alla.
Já, það var oft líf og fjör við Langá á fögrum síðsumarskvöld-
um hér áður fyrrum. En nú var allt orðið brcytt. Heimafólkið í
sveitinni veiddi þar ekki lengur. Það kváðu ekki framar við hróp
og köll stæltra og holdvotra stráka, þcgar laxanetin voru dregin
upp á bakkann. Samt var fiskurinn í ánni sem áður og kannski
aldrei meiri en nú. En það voru komnir nýir tímar með nýjum
herrum.
Enginn vissi raunar fyrir víst, hvernig þetta hafði gerzt og
kannski vildi heldur enginn vita það. En cinhvcrn veginn hafði
Hansensfólkið með margs konar kaupskap og flóknum samning-
um náð eignarhaldi á ánni og eftir það var öll veiði heimamanna
stranglega bönnuð fyrir fullt og allt. Það höfðu verið erfiðir tím-
ar, skuldir og kreppa, og því fór sem fór. Áin var á sínum stað,
cn veiðin bönnuð.
Goðasteinn
85