Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 55
þar sem ekki var hægt að skapa honum jarðnæði þar. Sjálfur var
hann búinn að búa um sig á Mýrum „og allar byggilegar jarðar í
Meðallandinu í byggð,“ segir hann. Sóknirnar voru sameinaðar með
sctu prestsins í Álftaveri að Mýrum. Næsta skrefið var að Lang-
holts- og Grafarsóknir voru lagðar undir Þykkvabæjarklaustur með
lögum 16. nóvember 1907, og prestinum ætluð búseta á Ásum í
Skaftártungu. En þessar sveitir voru nú komnar í gott vegasam-
band sín á milli, þar sem nýbyggðar voru brýrnar á Hólmsá og Ása-
vatni.
Þeir prestar, sem gegnt hafa þjónustu í Þykkvabæjarklausturs-
prestakalli, síðan köllin voru sameinuð, auk séra Bjarna Einars-
sonar á Mýrum, eru: Séra Sigurður Sigurðsson, var vígður sem að-
stoðarprestur prófastsins á Mýrum, en tók við kallinu, er prófastur
hætti prestsskap og flutti til Víkur, og gegndi hér þjónustu til
dauðadags, 16. júlí 1921. Þá gegndi hér aukaþjónustu séra Magnús
Bjarnarson prófastur á Prestbakka, þar til vorið 1922, er séra Björn
O. Björnsson tók við kallinu og gegndi því til vorsins 1933, er hann
flutti burt að Brjánslæk. Þá tók við brauðinu séra Valgeir Helga-
son í Ásum og hefur gegnt því síðan.
Um margra ára skeið láta prófastar í Ijós sár vonbrigði sín yfir
sinnuleysi yfirvalda með að leggja kirkjunni það, „sem mætti verða
henni til skrauts, því kirkjan er svo vel sótt,“ eins og þeir orða
það. Kirkjurækni fólksins var hér umtöluð, - og ætla ég að sá
fjöldi, sem hér er í dag um víða vegu að kominn, beri þess vitni.
Vér minnumst þess nú sérstaklega, er hóparnir þeystu að úr öli-
um áttum hér að Langholti á helgum degi. Annir dagsins eru látn-
ar víkja. Kirkjan kaliar, og þjónusta hennar er fólkinu helgur dóm-
ur. Enginn skal óþveginn eða ógreiddur ganga til kirkju. Allir búa
sig í sín beztu föt, og sjálfsagt hafa hér margir sett upp sína feg-
urst brydduðu skó, áður en gengið var inn í kirkjuna.
I garðinum var numið staðar, eftir að skipt var um föt, í skjóli
við iágan garð eða úti í fjárhúsi og hestum komið fyrir. Það er
skipzt á orðum, meðan beðið er eftir að prestur komi hempuklædd-
ur með hvítan kraga vestan úr bæ. Söfnuðurinn keppist við að
þrýsta hönd hans. 1 vitund safnaðarins er hann á þessari stundu
hafinn yfir mannlegan breizkleika, og viss fullnægja er fólgin í að
Goðasteinn
53