Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 42

Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 42
varð fyrir svörum og sagði: „Gunna er svo ansvíti dugleg.“ Ekki var meira sagt, en mér fannst, að ég mætti vel við una. Heimilið í Árkvörn var mikið bóka- og menningarheimili. Gest- kvæmt var þar á öllum árstímum og alltaf vel séð fyrir góðgerðum. í dragkistu inni í stofu átti Þuríður jafnan soðið hangikjöt, flat- kökur og smjör í öskjum að grípa í, þegar gest bar að garði. Á Reynifelli Ég var fjögur ár í Árkvörn, síðustu búskaparár Þuríðar. Fyrir þrábeiðni Þóru Árnadóttur á Barkarstöðum réðist ég vinnukona til foreldra hennar, Árna Guðmundssonar og Guðrúnar Guðmunds- dóttur á Reynifelli. Þar var þá eitt mesta rausnar- og myndar- hcimili í Rangárvallasýslu. Efni voru þar næg og fjöldi manns naut góðs af þcim. Tvær kornbyrður voru í búi Árna, mismunandi stórar. Á þcirri minni var ártalið 1856 og fangamörk hjónanna. Þessar byrður voru fylltar af korni á lestunum, og sú stærri var ætluð fátæklingum. Þeir komu margir, þegar fór að líða út á á vctrin, mcð pokaskjatta og fóru allir glaðari en þeir komu. Það voru tvær kornskálar til á heimilinu, renndar úr tré. Stærri skálin tók fjórðung, hin mun minna. Alltaf bað Árni um stærri skálina, þegar hann ætlaði að gefa komumönnum korn. Honum fannst það engin gjöf, hvað það var minna en fjórðungur. Heimilið var vel birgt að öllu. Aðeins einu sinni kom það fyrir í búskap Árna, að hann varð eldiviðarlaus. Eldiviðinn þraut um páska, svo ckki var hægt að sjóða páskahangikjötið. Á páskadags- morguninn sást til manns með klyfjahest upp með Reynifellsöldu. Mig minnir, að það hafi verið Árni á Sámsstöðum. Hann kom með vænar hcstklyfjar af góðri skán að færa Árna, og var þá ekki beðið með að setja upp hangikjötspottinn. Hann var ekki mál- skrafsmaður hann Árni heitinn á Reynifelli, en seinna sagði hann, þegar hann minntist á þessa gestakomu: ,,Ég hugsa, að hesturinn hans hafi ekki farið laus aftur.“ Árni var fjárríkur. Um réttir á haustin var byrjað að slátra, og síðan var slátrað tvisvar í viku fram undir jól, þetta fjórar kindur í hvert sinn, síðast jólaánni daginn fyrir Þorláksmessu. Á hverju 40 Godasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.