Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 35
höfn. Hann settist að á Selfossi 1922, var þar lengst af bankaféhirðir og gegndi
fjölmörgum öðrum trún'aðarstörfum. Meðal annars sat hann í hreppsnefnd Sand-
víkurhrepps og var oddviti um skeið. Var einnig í fyrstu hreppsnefnd Selfoss-
hrepps, eftir að hann var stofnaður.
Björn var höfðingi í sjón og raun, fræðimaður ágætur og einkum mikill og
snjall ættfræðingur. Skömmu fyrir andlát sitt eftirlét hann Goðasteini með-
fyJgjandi aldarafmælisgrein' um síra Jónas fiá Hrafnagili, cn hana hafði hann
flutt scm útvarpserindi fyrir röskum áratug. Fyrir þetta þakkar Goðasteinn og
margvíslega aðra liðsemd og góðvild á liðnum árum, kveður þenna vin sinit
með söknuði, biður honum blessunar Guðs á nýjum leiðum æðri tilvcru og
sendir ástvinum hans samúðarkveðjur.
J. R. H.
Endurtekin barnagæla
I fyrsta hefti Goðasteins 1968, bls. 66, var birt vísa, cr fóstra sr.
Lárusar Thorarensen kvað yfir honum í bernsku, skráð eftir dr.
Sigurði Nordal. Henti þá það, er sízt skyldi, að röð orða raskaðist
í einni hendingu, og varð að vonum af braglýti. Nú er góð vísa
sjaldan of oft kveðin og því er hin gamla spekivísa um brennivín
birt að nýju:
Brennivín!
ó, brennivín!
ó, brennivín!
Hversu sæt
og furðu ágæt
er fuktin þín.
En eftir á kemur angur og pín
eg hlýt þá að skammast mín
og úti liggja eins og svín,
eins og svín.
Goðasteinn
33