Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 20
þeim aftur á flot. Þessu var fljótt hætt, er í ljós kom, að það borg-
aði sig ekki, og uppúr því fór líka að minnka um, að menn sæktu
skóg.
Síðustu skógarferð mína mun ég hafa farið haustið 1959 og þá
á jeppabifreið með kerru í togi. Fór ég að morgni dags og kom
heim að kveldi. Man ég, að mér þótti breytingin mikil til bóta. Á
kerrunni mun ég hafa flutt 4-5 hestburði, og var það allmikill
skógarstafli. Þarna var fyrirhöfnin lítil, borið saman við gömlu
skógarferðirnar.
Margt af þessu gamla háttalagi mátti hverfa. Nú hefur það
minningarlegt sögugildi og gott að halda því til haga fyrir fram-
tíðina. Við megum ekki grafa gömlu minningarnar í djúpið, því
nóg er samt, sem skeflir yfir.
Hermanníus Johnson sýslumaður:
Hekíugosið 1878
Hekla í stórum hnyklum
handarvana sendir
afar með ákafa
eld að skýja veldi.
Sól og himin hylur,
þá hamast skassið rama,
stynur dimmt og drynur,
svo draugar vakna í haugum.
Við skulum allir vera
vongóðir, þó svona
lítið móti láti,
lengi vart það gengur.
Alfaðir því elur
önn fyrir vorum sönnu
gæðum, vilja góðum
gefur hann styrk án efa.
18
Goðasteinn