Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 46
Meðallandínu“, segir umboðsmaður, þegar hann ræðir um bygg-
ingu kirkjunnar hér á Langholti. Samkvæmt visitasíum er henni
lengi vel við haldið. Sóknarbændur eru skyldaðir til að halda
moldum hennar við, gera við veggi hennar og tyrfa þak hennar,
en 1855 „er hún að falli komin“, segir prófastur, og 1857 ráðgerir
umboðsmaður endurbyggingu hennar og áætlar kostnaðinn 1400
rikisdali. Hann verður að hugsa um margt. Þrjár kirkjur austan
Sands verður að endurbyggja, - kirkjuna á Prestbakka, á Lang-
holti og Þykkvabæjarklaustri, - og sandurinn herjaði óhugnanlega
á Meðallandið.
Með bréfi 1858 biður umboðsmaður amtmann um leyfi til að
selja ekki lengur vogrekin, í þeirri von, að þau verði lögð til kirkju-
bygginganna, og hann hafi von um að fá sögunarmenn „en þar til
hefi ég enga brúkanlega sög“, og biður náðarsamlegast um leyfi til
að „bestilla nýja engelska sög hjá Thorgrímsen kaupmanni á Eyrar-
bakka, til að saga efni til kirknanna.“
Sóknarbændur hér knýja auðsjáanlega fast á að fá kirkju sína
endurbyggða, en gæta hagsmuna sinna um leið. Umboðsmaður
leggur fyrir hreppstjórann í Meðallandi, Magnús Magnússon 1
Sandaseli, í nóv. 1859 „að skylda bændur til að flytja trén af fjör-
um á æki heim að Langholti, eða svo langt frá sjó, að sjórinn nái
ekki til þeirra, og þar sem saga mætti þau til klyfja."
Þung skylda er lögð á bændur. Stór tré rak á fjörur bænda,
allt upp í 6 manna tak og erfiðir flutningar væntanlegir á efni, sem
sækja vcrður alla leið vestur á Eyrarbakka. Fram að þessu höfðu
bændur fengið V3 af virðingarverði vogreka, en þeir neita nú að
bjarga og flytja vogrekin nema þeir fái V3 af timbrinu, og þeir fái
fyrirfram úr því skorið, eftir hvaða reglum flutningi verði jafnað
niður á bændur. Umboðsmaðurinn, Jón Jónsson á Höfðabrekku,
kcmst í nokkurn vanda, en biður hreppstjóra að jafna timbur-
flutningi niður á bændur eftir sama mælikvarða og aukaútsvari,
„en hlýti bændur ekki þessari ákvörðun sinni, verður að leita sam-
þykkis og skipunar sýslumanns eða æðstu yfirvalda,“ segir um-
boðsmaður.
Bændur hlýta þessu, og veturinn 1859-60 er byrjað að flytja
timbur til hinnar nýju væntanlegu kirkju að Langholti. 1861 er
44
Goðaslebw