Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 52
líkama og blóð, knýja okkur undirsrifaða bændur sóknarinnar til
að frambcra fyrir hin háu stiftsyfirvöld þá auðmjúku bæn okkar,
að þau hið allra fyrsta, sem mögulegt er, ráði bót á þessari nauðsyn
okkar, og sjái um, að við fáum staðfastan sóknarprest hingað í
sókn, svo guðsþjónustunni verði að forfallalausu framhaldið á
helgum dögum og við leitað prests, nær nauðsyn krefur. Við biðj-
um um þetta okkar vegna til uppbyggingar andlegs og borgaralegs
félags. Við biðjum um það vegna heimilismanna okkar og barna
með tilliti til agans og uppfræðingarinnar. Við biðjum um það
guðs vegna, því við höfum fundið og reynt, að ástundunarsamur
sóknarhirðir, scm prýðir kenningu sína með lastvöru líferni, leiðir
oss nær guði.“
Ekki hefur verið eftirsóknarvert fyrir ungan prest að setjast hér
að. Hér var engin prestssetursjörð, fátækt meðal sóknarbarna og
sandágangur háskalegur. Samt kemur hingað um vorið 1865 séra
Jóhann Knútur Benediktsson frá Mosfelli í Mosfellssveit, nokkru
eftir að amtmanni barst bónarbréf bændanna hér. Hann sezt að
á Melhól og býr þar, meðan hann þjónar hér, eða til vorsins 1868.
Á því vori, sem sr. Jóhann kom hingað, barst' kirkjunni gjöf. Það
var forkunnarfagur patínudúkur, sem Vilborg Magnúsdóttir í Sanda-
seli baldýraði þá um veturinn áður. Dúkurinn þótti slík gersemi,
að séra Jóhann og prófasturinn á Mýrum fóru suður í Sandasel 24.
maí gagngert til þess að skrifa upp lýsingu á dúknum í viðurvist
Vilborgar. En lýsingin er á þessa leið: „Dúkur þessi er úr rauðu,
fínu flaueli með hvítum ektavírshring í miðjunni og krossmarki
innan í hringnum. Dúkurinn er á röndunum lagður með þrísettum
ektavírssnúrum, hvítum, og ganga lykkjur margsettar úr snúrum upp
í hornin, einnig úr hvítum ektavír. Utan um dúkinn er kögur úr
gulum silkitvinna og rauður silkitvinna kögurskúfur með rauðri
glerperlu í hverju horni dúksins. Hann er fóðraður með svörtu,
fínu líni. Patínudúkur þessi er kirkjunni því kærkomnari, þar sem
hún átti áður ekki annað en eina gamla og götuga og skriðna
skræðu, og finnst okkur, að herra umboðsmaðurinn ætti kirkjunnar
vegna opinberlega í blöðunum að geta þessarar föðurlegu gjafar
jómfrú Vilborgar Magnúsdóttur og viljum við geta þess, að við
álítum patínudúkinn 3 dala virði.“
50
Goðasteinn