Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 34
Á skólaárum Jónasar var raunsæisstefnan ríkjandi. Kemur það
greinilega fram í sögum hans, að hann hefur mótazt af þeirri stefnu.
Þá kemur og víða í ljós, að hann hefur haft ríka samúð með þeim,
er grimm örlög höfðu leikið grátt eða kaldrifjaðir fjárgróðamenn
höfðu féflett. Hann var mannvinur einlægur og frjálslyndur í skoð-
unuro, laus við kreddur og bábiljur. Hafði bjargfasta trú á fram-
þróun og framförum. Víst er það, að Jónas hafði fulla viðleitni
um að ganga til góðs götuna fram eftir veg.
Einn góðkunningi Jónasar hefur lýst honum þannig: „Hann var
lærður vel og spekingur að mannviti, en allra manna yfirlætis-
lausastur og ljúfmenni mesta. Hvar sem hann var nálægur var sem
ástríki og mildi hugarfarsins streymdi út frá honum til allra. Hann
var hógvær og prúður gleðimaður, manna fróðastur og skemmti-
legastur í viðræðum. Barnssál í meðlæti og hetjusál í mótlæti."
IV.
Jónas Jónasson var maður hávaxinn, fullar þrjár álnir, grann-
vaxinn og vel limaður. Hárið dökkt, skipt í miðju enni, féll slétt
og fór vel. Hann skar eigi skegg sitt. Safnaði alskeggi, er var sítt
og snyrtilegt. Er ég sá hann fyrst 1908, var skegg hans og hár tekið
að grána. Augun voru blágrá, björt og gáfuleg. Lýstu vel skap-
brigðum og ljómuðu í fögnuði, þegar hugðarmál bar á góma. Auga-
brúnir miklar og fagurlega bogadregnar. Loðbrýndur. Nefið frem-
ur langt og beint. Konunganef. Kinnbein fremur há og kjálkar
langir. Langhöfði. Svipurinn heiður og hýr, mildur og hlýr, svo að
hvert barn laðaðist fúslega að honum. Þýðmenni og þrekmenni í
senn. Hann hafði það skaplyndi, er engin styrjöld fylgir. Norrænn
að yfirbragði. Glæsimcnni.
Björn Sigurbjarnarson
Fáein kveðjuorð
Björn Sigurbjarnarson andaðist 3. marz 1969, tæplega sjötíu og átta ára að
aldri. Hann var fæddur 8. maí 1891 að Hringveri á Tjörnesi. Hann stundaði
nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri og Menntaskólann’ í Reykjavík, varð
stúdcnt árið 1917 og sigldi því næst til náms í verzlunarfræðum í Kaupmanna-
32
Goðasteinn