Goðasteinn - 01.03.1969, Qupperneq 34

Goðasteinn - 01.03.1969, Qupperneq 34
Á skólaárum Jónasar var raunsæisstefnan ríkjandi. Kemur það greinilega fram í sögum hans, að hann hefur mótazt af þeirri stefnu. Þá kemur og víða í ljós, að hann hefur haft ríka samúð með þeim, er grimm örlög höfðu leikið grátt eða kaldrifjaðir fjárgróðamenn höfðu féflett. Hann var mannvinur einlægur og frjálslyndur í skoð- unuro, laus við kreddur og bábiljur. Hafði bjargfasta trú á fram- þróun og framförum. Víst er það, að Jónas hafði fulla viðleitni um að ganga til góðs götuna fram eftir veg. Einn góðkunningi Jónasar hefur lýst honum þannig: „Hann var lærður vel og spekingur að mannviti, en allra manna yfirlætis- lausastur og ljúfmenni mesta. Hvar sem hann var nálægur var sem ástríki og mildi hugarfarsins streymdi út frá honum til allra. Hann var hógvær og prúður gleðimaður, manna fróðastur og skemmti- legastur í viðræðum. Barnssál í meðlæti og hetjusál í mótlæti." IV. Jónas Jónasson var maður hávaxinn, fullar þrjár álnir, grann- vaxinn og vel limaður. Hárið dökkt, skipt í miðju enni, féll slétt og fór vel. Hann skar eigi skegg sitt. Safnaði alskeggi, er var sítt og snyrtilegt. Er ég sá hann fyrst 1908, var skegg hans og hár tekið að grána. Augun voru blágrá, björt og gáfuleg. Lýstu vel skap- brigðum og ljómuðu í fögnuði, þegar hugðarmál bar á góma. Auga- brúnir miklar og fagurlega bogadregnar. Loðbrýndur. Nefið frem- ur langt og beint. Konunganef. Kinnbein fremur há og kjálkar langir. Langhöfði. Svipurinn heiður og hýr, mildur og hlýr, svo að hvert barn laðaðist fúslega að honum. Þýðmenni og þrekmenni í senn. Hann hafði það skaplyndi, er engin styrjöld fylgir. Norrænn að yfirbragði. Glæsimcnni. Björn Sigurbjarnarson Fáein kveðjuorð Björn Sigurbjarnarson andaðist 3. marz 1969, tæplega sjötíu og átta ára að aldri. Hann var fæddur 8. maí 1891 að Hringveri á Tjörnesi. Hann stundaði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri og Menntaskólann’ í Reykjavík, varð stúdcnt árið 1917 og sigldi því næst til náms í verzlunarfræðum í Kaupmanna- 32 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.