Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 64
Þegar á allt þetta er litið og svo hvað víða eru góðar jarðir, sem
lausar eru til ábúðar, tel ég víst, að langt verði þess að bíða, að í
Höfðanum rísi aftur bær og byggð.
Þess vegna mun nú bráðlega fenna þar yfir fornar slóðir. Ör-
nefnin, sem eru mörg, munu gleymast, og þegar fólk, sem þar kem-
ur til c.ð skoða þessa háreistu klettaborg, sér bæjarrústirnar, kann
það engin skil á því, hvað þær eru gamlar eða hverjir reistu þar
hús frá grunni. Einkum er það þó clzta bæjarstæðið, þar sem Hjör-
leifur Hróðmarsson byggði skála sinn og þar sem Ölver iandnáms-
maður byggði fyrsta bæinn í Höfðanum, sem nú mun öllum ó-
kunnugt, nema þeim fáu, sem enn lifa og eru nákunnugir í Höfð-
anum.
Þegar þeir fóstbræður, Ingólfur og Hjörleifur, komu á skipum
sínum hér upp að suðurströnd landsins, fór hvor sína leið. Ingólfur
tók land við höfða þann, sem enn í dag er við hann kenndur, en
Hjörleif bar miklu vestar, og tók hann land við þann höfða, sem
alltaf síðan hefur verið nefndur Hjörleifshöfði. Þá var ekkert undir-
lendi sunnan undir Höfðanum, því sjórinn lá þá upp að suðurhlið
hans. Hjörleifur hefur því getað lagt skipi sínu alveg við höfðann.
Þegar í land var komið, byggði Hjörleifur tvo skála. Voru það
mikil hús, eftir því sem Landnáma segir, annað 18 en hitt 19 faðma
langt. Þarna bjó Hjörleifur næsta vetur, en um vorið var hann veg-
inn og menn hans allir af io írskum mönnum, sem hann hafði her-
numið, illu heilli, á Irlandi, skömmu áður en haldið var til íslands.
Talið er, að nokkuð mörg ár hafi liðið frá því Hjörleifur var
veginn og þar til menn komu þar til að nema land. Segir í Land-
námu, að þar hafi enginn þorað að nema fyrir landvættum síðan
Hjörleifur var drepinn. Sá maður, sem fyrst nam land í Hjörleifs-
höfða, hét Ölver, sonur Eysteins, sem fyrstur byggði Fagradal. Öl-
ver nam land út að Grímsá, en austurtakm^rka er ekki getið. Mjög
þykir mér líklegt, að Ölver hafi byggt bæ sinn þar hjá, sem Hjör-
leifur byggði skála sína. Má benda á, að Ölve hafi komið vel að
nota gt'jót, sem Hjörleifur hafði saman dregið í skálaveggina og því
byggt á sama stað.
Ég tel iíka nokkurn veginn öruggt, að bærinn í Hjörleifshöfða
hafi alla tíð staðið á þessum sama stað, þar til jökulflóðið mikla í
62
Goðasteinn