Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 79
Steðjinn frá Hamragörðum er mjög sérkennilegur að formi, fcr-
hyrndur, nefjalaus og fótlaus, auk annarra einkenna, og svipað ei
að segja um steðjann frá Bollakoti, þótt þeir séu annars ólíkir.
Hamragarðasteðjinn fannst í smiðjugólfi í Hamragörðum um síð-
ustu aldamót.
Eina öxi frá víkingaöld er að finna í Skógasafni. Hún er komin
þangað að gjöf frá Eyjólfi Ágústssyni í Hvammi í Landsveit, fund-
in í uppblæstri í landi jarðarinnar. Leifar af skafti sjást enn í axar-
auganu.
Tvö miðaldainnsigli eru í Skógasafni, annað frá Hvoli í Mýrdal,
hitt frá Ásólfsskála undir Eyjafjöllum.
Árið 1955 var tekin gröf í kirkjugarðinum í Skógum. Ungur
maður, sem þar var að verki, Þorsteinn Eyjólfsson á Hrútafelli,
veitti athygli lítilli málmplötu í mokstrinum og hélt til haga. Um
tíu árum. seinna afhenti móðir hans, frú Helga Ólafsdóttir, mér
þennan grip. Fáa göfgari hef ég handleikið. Þarna var einkenni
Markúsar guðspjallamanns, vængjað Ijón, gert með Limogessmelti,
sennilega frá 13. öld. Gaman væri nú að eiga þann kross heilan,
sem þessi plata var fest á í öndverðu.
Og þá kem ég að áþreifanlegum krossi. Veturinn 1967 kom
nemandi í Skógaskóla, Helgi Gunnarsson frá Ytri-Ásum í Skaftár-
tungu, með fornan, tærðan málmkross, greinilega skartgrip konu,
og færði Skógasafni að gjöf frá sér og fjölskyldu sinni. Krossinn
lét ekki mikið yfir sér, en á honum var augljós svipur miðalda.
Skartkrossar kvenna frá þcim tíma hafa haldizt í eigu fárra ís-
lenzkra ætta fram á þessa öld, nokkrir eru í söfnum utanlands og
innan, en langflestir hafa lent í brotasilfri og bræðslu silfursmiða.
Ásakrossinn er ekki úr góðmálmi. í honum virðist vera látún, en
sízt er fyrir að synja, að það hafi verið gyllt fyrir eina tíð. Útlit
hans benti til þess, að hann hefði komið nærri eldi eða legið í
ösku og sýrur í jarðvegi virtust hafa tært málminn. í ferhyrndan
reit í miðju krossins voru markaðir stafirnir: IHS. Gerð krossins
og þessi áletrun benti til þess, að hann væri vart yngri en frá um
1500. Auga hafði verið ofan á krossinum, hald fyrir hálsfesti, en
brotnað hafði ofan af því.
Krossinn fékk hjá mér safnnúmer S: 560. Hann er jafnarma,
Goðasteinn
77