Goðasteinn - 01.09.1969, Page 15

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 15
gefin hænsni, tvær hænur og einn hani. Ég veitti þessum fugl- um mikla eftirtekt, því slíka hafði ég ekki séð fyrr, einkum beind- ist athygli mín að hananum, monti hans og gali, sem mér virtist vera meira en góðu hófi gegndi. Mér kom því til hugar að herma eftir honum, þegar hann galaði, til að láta hann heyra, að ég gæti leikið þessa list engu síður en hann. Haninn svaraði mér ávallt með gali, unz hann var orðinn svo reiður, að hann réðist að mér með opnu gini og bcittum klóm. Þótti mér þá gamanið grána, forðaði mér inn í bæinn og slapp nauðuglega frá áhlaupi hans. Upp frá því hætti ég þessum leik - en lengi eftir það hafði haninn alla tilburði að ráðast á mig, ef hann sá mig álengdar, - ég hafði þá jafnan prik í hendi, gekk framhjá honum hiklaust og óhræddur. Varð þá ekkert úr tilræði hans við mig. Smám saman glcymdist þetta á báðar hliðar, cg sambúðin varð sæmilega góð. Ég mun hafa verið 8 ára gamall, þegar hæna, sem Iá á 5 ungum, veiktist og dó. Nú var úr vöndu að ráða. Ungarnir tístu svo aum- lega, er móðurinnar naut ekki lengur við. Ég sárvorkenndi þess- um vesalingum, sem brátt myndu deyja, ef ekki yrði að þeim hlynnt. Fullorðna fólkið taldi engar líkur þcim til bjargar, en ég var samt ákveðinn að gera það, sem ég gæti, til að halda í þeim lífinu, tók því lítinn kassa, lét í hann hreina og greiða þel-ull, lét ungana í hann og flutti í baðstofu. Þar hjúkraði ég þeim cftir föngum og hafði mikla ánægju af því starfi, er ég sá, að vonir mínar myndu rætast með það að halda þeim lifandi. Ég komst fljótt að því, hvað þcir vildu tína í sig af því, sem ég bar til þeirra á undirskál, reyndi því að færa þeim það, sem þcim geðj- r.ðist bezt. Meðan þeir voru litlir, var ylur og hlýja þcim fyrir mestu. Ekki komst kyrrð á þá til að sofna, fyrr en ég hafði breitt ofan á þá og lagði hönd mína yfir, meðan þeir voru að komast í værð, annars voru þeir tístandi og leitandi, þar til ég hafði veitt þeim þessa aðhlynningu. Þegar þeir fóru að stálpast, vandi ég þá á að tína flugur af baðstofuglugganum. Hafði ég þá einn í senn á handarbaki ann- arrar handar og færði hann þannig til, er flugur var að fá. Urðu þeir sólgnir í það æti og leituðu þess af eigin ramleik, er þeir fóru að flögra um baðstofuna. Godastelnn 13

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.