Goðasteinn - 01.09.1969, Qupperneq 15

Goðasteinn - 01.09.1969, Qupperneq 15
gefin hænsni, tvær hænur og einn hani. Ég veitti þessum fugl- um mikla eftirtekt, því slíka hafði ég ekki séð fyrr, einkum beind- ist athygli mín að hananum, monti hans og gali, sem mér virtist vera meira en góðu hófi gegndi. Mér kom því til hugar að herma eftir honum, þegar hann galaði, til að láta hann heyra, að ég gæti leikið þessa list engu síður en hann. Haninn svaraði mér ávallt með gali, unz hann var orðinn svo reiður, að hann réðist að mér með opnu gini og bcittum klóm. Þótti mér þá gamanið grána, forðaði mér inn í bæinn og slapp nauðuglega frá áhlaupi hans. Upp frá því hætti ég þessum leik - en lengi eftir það hafði haninn alla tilburði að ráðast á mig, ef hann sá mig álengdar, - ég hafði þá jafnan prik í hendi, gekk framhjá honum hiklaust og óhræddur. Varð þá ekkert úr tilræði hans við mig. Smám saman glcymdist þetta á báðar hliðar, cg sambúðin varð sæmilega góð. Ég mun hafa verið 8 ára gamall, þegar hæna, sem Iá á 5 ungum, veiktist og dó. Nú var úr vöndu að ráða. Ungarnir tístu svo aum- lega, er móðurinnar naut ekki lengur við. Ég sárvorkenndi þess- um vesalingum, sem brátt myndu deyja, ef ekki yrði að þeim hlynnt. Fullorðna fólkið taldi engar líkur þcim til bjargar, en ég var samt ákveðinn að gera það, sem ég gæti, til að halda í þeim lífinu, tók því lítinn kassa, lét í hann hreina og greiða þel-ull, lét ungana í hann og flutti í baðstofu. Þar hjúkraði ég þeim cftir föngum og hafði mikla ánægju af því starfi, er ég sá, að vonir mínar myndu rætast með það að halda þeim lifandi. Ég komst fljótt að því, hvað þcir vildu tína í sig af því, sem ég bar til þeirra á undirskál, reyndi því að færa þeim það, sem þcim geðj- r.ðist bezt. Meðan þeir voru litlir, var ylur og hlýja þcim fyrir mestu. Ekki komst kyrrð á þá til að sofna, fyrr en ég hafði breitt ofan á þá og lagði hönd mína yfir, meðan þeir voru að komast í værð, annars voru þeir tístandi og leitandi, þar til ég hafði veitt þeim þessa aðhlynningu. Þegar þeir fóru að stálpast, vandi ég þá á að tína flugur af baðstofuglugganum. Hafði ég þá einn í senn á handarbaki ann- arrar handar og færði hann þannig til, er flugur var að fá. Urðu þeir sólgnir í það æti og leituðu þess af eigin ramleik, er þeir fóru að flögra um baðstofuna. Godastelnn 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.