Goðasteinn - 01.09.1969, Page 16

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 16
Oft sátu þeir á daginn i kjöltu minni eða annarra, er inni voru, því enginn amaðist við þeim. Er svo stóð á, að enginn var í baðstofunni, hópuðust þeir fram á pallskörina og tístu þar í ákafa, eins og þeir væru að kalla. Var þá augljóst, að þeir undu ekki inni, er mannlaust var, en þögnuðu strax, er einhver kom inn og settist þar. Þetta sýndi bezt, hve mannelskir þeir voru og kunnu að meta umhyggju þá, sem þeim var sýnd. Er degi tók að halla, leituðu þeir sjálfir í bólið sitt í kassan- um, hjúfruðu sig hver að öðrum og tístu, en þögnuðu brátt, er mannshöndin hlúði að þeim. Sama var, ef þeir létu til sín heyra að nóttu tjí, sem þó kom furðu sjaldan fyrir. Þögnuðu þeir, er mannshöndin hlúði að þeim, það færði þeim ró og öryggi. Þegar þeir voru taldir sjálfbjarga voru þeir færðir ti! hænsn- anna og vöndust furðu fljótt háttum þeirra fugla, er með þeim voru, en alltaf voru þeir sérstaklega mannelskir. Þetta atvik færði mér heim sanninn um það, að það er fjar- stæða að kalla húsdýrin okkar „skynlausar skepnur" og meðhöndla þær eftir því. Óteljandi sögur og sagnir sýna það, að góðvild og umhyggju, sem sýnd er þeim dýrum, sem maðurinn hefur undir hendi, endurgjalda þau með trausti og tryggð á margan hátt, svo það dylst ekki þeim, er gefa því gaum. Það er vafalaust einn þátturinn í gæfu og gengi hvers manns, að hann sé sannur dýravinur. Handrit Stefáns Jónssonar, Hlíð í Lóni. 14 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.